Enski boltinn

Villas-Boas hefur áhuga á Kolbeini

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson í leik með Ajax.
Kolbeinn Sigþórsson í leik með Ajax. Mynd. / Getty Images

Íslenski framherjinn Kolbeinn Sigþórsson er í dag orðaður við enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspurs en þetta kemur fram á vefmiðlinum Sports Direct News.

Tottenham á að hafa fylgst með leikmanninum í talsverðan tíma og spurning hvort tveir Íslendingar verði á mála hjá félaginu á næsta tímabili.

Kolbeinn Sigþórsson er á mála hjá Ajax í dag og varð hollenskur meistari með liðinu í maí. Áður var leikmaðurinn hjá AZ Alkmaar, einnig í Hollandi.

Gylfi Þór Sigurðsson er sem stendur leikmaður Tottenham en Andre Villas-Boas, stjóri liðsins, vill styrkja framlínu liðsins og hefur hann áhuga á að fá Íslendinginn til Lundúna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×