Innlent

Kynntu tölur um mun verri stöðu ríkissjóðs

Kristján Már Unnarsson skrifar

Afkoma ríkissjóðs gæti orðið 27 milljörðum króna verri á þessu ári, en fyrri ríkisstjórn hafði kynnt, samkvæmt nýrri áætlun um stöðuna sem forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu í Þjóðmenningarhúsinu síðdegis. Forystumenn stjórnarflokkanna, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, höfðu reyndar áður gefið til kynna að staða ríkissjóðs væri töluvert lakari en talið var, en nú birtu þeir tölurnar.

Útgjöldin stefndu í að verða sex milljörðum króna meiri og tekjurnar átta milljörðum minni, auk þess sem stefndi í að ríkissjóður yrði að taka á sig þrettán milljarða króna skell vegna vanda Íbúðalánasjóðs.

Þá væru blikur á lofti um að afkoma ríkissjóðs á næsta ári gæti einnig orðið 27 milljörðum verri en áætlað var. Og það var boðað að grípa yrði strax til aðgerða til að mæta vandanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×