Ungfrú Ísland haldin á nýjan leik Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. júní 2013 20:35 Ungfrú Ísland var síðast haldið árið 2011 en þá fór Sigrún Eva Ármannsdóttir með sigur af hólmi. Guðlaug Dagmar Jónasdóttir varð í 2. sæti og Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir landaði 3. sætinu. „Keppnin var ekki haldin í fyrra svo við lítum á þetta sem nýtt upphaf fyrir okkur. Árið í ár er stökkpallur til að gera keppnina nútímalegri og fjölbreyttari,“segir Rafn Rafnsson, nýr framkvæmdarstjóri Ungfrú Ísland. Rafn er ferlinu vel kunnur, en hann sá áður um framleiðslu á beinum útsendingum á keppninni fyrir Skjá einn. Íris Thelma Jónsdóttir, sem keppti í Miss World fyrir Íslands hönd í fyrra, verður hægri hönd Rafns og mun sjá um verkefnastjórnun og kynningarmál fyrir keppnina. Ekki til nein staðalímynd Ungfrú Ísland verður haldin á Broadway 14 september næstkomandi. Öllum er frjálst að skrá sig til leiks og segir Rafn sækjast eftir enn meiri fjölbreytni en áður hefur verið. „Það er ekki til nein staðalímynd af Ungfrú Íslandi lengur. Hún þarf alls ekki að vera ljóshærð, bláeygð og 1,73 cm á hæð, heldur getur hún verið af afrískum eða asískum uppruna. Möguleikarnir eru fjölmargir og þetta snýst alls ekki bara um útlit,“ segir Rafn. „Dómnefndin er að leita að stúlku sem er með góðan persónuleika, fallegt útlit og þokka.“ Engar forkeppnir í árEftir því sem Rafn kemst næst verða ekki haldnar neinar forkeppnir í ár. Hann tekur þó fram að fulltrúum hinna ýmsu landshluta sé velkomið að halda keppnirnar. „Það er mikið umstang og mikill kostnaður sem fer í að halda svona keppni. Kannski er einfaldara að halda bara eina stóra keppni og sjá til þess að hún sé sem allra glæsilegust. Fulltrúum landshlutanna er þó að sjálfsögðu heimilt að halda sínar keppnir ef þeir vilja.“ Aðspurður segir Rafn keppnina ekki vera barn síns tíma. „Ungfrú Ísland hefur verið haldin síðan 1950 og er hluti af okkar þjóðfélagi. Hver má hafa sína skoðun en það eru mjög margir sem hafa mikinn áhuga á þessu, Þar að auki skapar keppnin frábær tækifæri fyrir þáttakendur.“ Ekkert aldurstakmarkHér er hægt að skrá sig í Ungfrú Ísland eða senda inn ábendingar í keppnina. Formlegt aldurstakmark er ekkert en að sögn Rafns er miðað er við að stúlkurnar séu 18 ára í yngsta falli. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
„Keppnin var ekki haldin í fyrra svo við lítum á þetta sem nýtt upphaf fyrir okkur. Árið í ár er stökkpallur til að gera keppnina nútímalegri og fjölbreyttari,“segir Rafn Rafnsson, nýr framkvæmdarstjóri Ungfrú Ísland. Rafn er ferlinu vel kunnur, en hann sá áður um framleiðslu á beinum útsendingum á keppninni fyrir Skjá einn. Íris Thelma Jónsdóttir, sem keppti í Miss World fyrir Íslands hönd í fyrra, verður hægri hönd Rafns og mun sjá um verkefnastjórnun og kynningarmál fyrir keppnina. Ekki til nein staðalímynd Ungfrú Ísland verður haldin á Broadway 14 september næstkomandi. Öllum er frjálst að skrá sig til leiks og segir Rafn sækjast eftir enn meiri fjölbreytni en áður hefur verið. „Það er ekki til nein staðalímynd af Ungfrú Íslandi lengur. Hún þarf alls ekki að vera ljóshærð, bláeygð og 1,73 cm á hæð, heldur getur hún verið af afrískum eða asískum uppruna. Möguleikarnir eru fjölmargir og þetta snýst alls ekki bara um útlit,“ segir Rafn. „Dómnefndin er að leita að stúlku sem er með góðan persónuleika, fallegt útlit og þokka.“ Engar forkeppnir í árEftir því sem Rafn kemst næst verða ekki haldnar neinar forkeppnir í ár. Hann tekur þó fram að fulltrúum hinna ýmsu landshluta sé velkomið að halda keppnirnar. „Það er mikið umstang og mikill kostnaður sem fer í að halda svona keppni. Kannski er einfaldara að halda bara eina stóra keppni og sjá til þess að hún sé sem allra glæsilegust. Fulltrúum landshlutanna er þó að sjálfsögðu heimilt að halda sínar keppnir ef þeir vilja.“ Aðspurður segir Rafn keppnina ekki vera barn síns tíma. „Ungfrú Ísland hefur verið haldin síðan 1950 og er hluti af okkar þjóðfélagi. Hver má hafa sína skoðun en það eru mjög margir sem hafa mikinn áhuga á þessu, Þar að auki skapar keppnin frábær tækifæri fyrir þáttakendur.“ Ekkert aldurstakmarkHér er hægt að skrá sig í Ungfrú Ísland eða senda inn ábendingar í keppnina. Formlegt aldurstakmark er ekkert en að sögn Rafns er miðað er við að stúlkurnar séu 18 ára í yngsta falli.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira