Ungfrú Ísland haldin á nýjan leik Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. júní 2013 20:35 Ungfrú Ísland var síðast haldið árið 2011 en þá fór Sigrún Eva Ármannsdóttir með sigur af hólmi. Guðlaug Dagmar Jónasdóttir varð í 2. sæti og Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir landaði 3. sætinu. „Keppnin var ekki haldin í fyrra svo við lítum á þetta sem nýtt upphaf fyrir okkur. Árið í ár er stökkpallur til að gera keppnina nútímalegri og fjölbreyttari,“segir Rafn Rafnsson, nýr framkvæmdarstjóri Ungfrú Ísland. Rafn er ferlinu vel kunnur, en hann sá áður um framleiðslu á beinum útsendingum á keppninni fyrir Skjá einn. Íris Thelma Jónsdóttir, sem keppti í Miss World fyrir Íslands hönd í fyrra, verður hægri hönd Rafns og mun sjá um verkefnastjórnun og kynningarmál fyrir keppnina. Ekki til nein staðalímynd Ungfrú Ísland verður haldin á Broadway 14 september næstkomandi. Öllum er frjálst að skrá sig til leiks og segir Rafn sækjast eftir enn meiri fjölbreytni en áður hefur verið. „Það er ekki til nein staðalímynd af Ungfrú Íslandi lengur. Hún þarf alls ekki að vera ljóshærð, bláeygð og 1,73 cm á hæð, heldur getur hún verið af afrískum eða asískum uppruna. Möguleikarnir eru fjölmargir og þetta snýst alls ekki bara um útlit,“ segir Rafn. „Dómnefndin er að leita að stúlku sem er með góðan persónuleika, fallegt útlit og þokka.“ Engar forkeppnir í árEftir því sem Rafn kemst næst verða ekki haldnar neinar forkeppnir í ár. Hann tekur þó fram að fulltrúum hinna ýmsu landshluta sé velkomið að halda keppnirnar. „Það er mikið umstang og mikill kostnaður sem fer í að halda svona keppni. Kannski er einfaldara að halda bara eina stóra keppni og sjá til þess að hún sé sem allra glæsilegust. Fulltrúum landshlutanna er þó að sjálfsögðu heimilt að halda sínar keppnir ef þeir vilja.“ Aðspurður segir Rafn keppnina ekki vera barn síns tíma. „Ungfrú Ísland hefur verið haldin síðan 1950 og er hluti af okkar þjóðfélagi. Hver má hafa sína skoðun en það eru mjög margir sem hafa mikinn áhuga á þessu, Þar að auki skapar keppnin frábær tækifæri fyrir þáttakendur.“ Ekkert aldurstakmarkHér er hægt að skrá sig í Ungfrú Ísland eða senda inn ábendingar í keppnina. Formlegt aldurstakmark er ekkert en að sögn Rafns er miðað er við að stúlkurnar séu 18 ára í yngsta falli. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
„Keppnin var ekki haldin í fyrra svo við lítum á þetta sem nýtt upphaf fyrir okkur. Árið í ár er stökkpallur til að gera keppnina nútímalegri og fjölbreyttari,“segir Rafn Rafnsson, nýr framkvæmdarstjóri Ungfrú Ísland. Rafn er ferlinu vel kunnur, en hann sá áður um framleiðslu á beinum útsendingum á keppninni fyrir Skjá einn. Íris Thelma Jónsdóttir, sem keppti í Miss World fyrir Íslands hönd í fyrra, verður hægri hönd Rafns og mun sjá um verkefnastjórnun og kynningarmál fyrir keppnina. Ekki til nein staðalímynd Ungfrú Ísland verður haldin á Broadway 14 september næstkomandi. Öllum er frjálst að skrá sig til leiks og segir Rafn sækjast eftir enn meiri fjölbreytni en áður hefur verið. „Það er ekki til nein staðalímynd af Ungfrú Íslandi lengur. Hún þarf alls ekki að vera ljóshærð, bláeygð og 1,73 cm á hæð, heldur getur hún verið af afrískum eða asískum uppruna. Möguleikarnir eru fjölmargir og þetta snýst alls ekki bara um útlit,“ segir Rafn. „Dómnefndin er að leita að stúlku sem er með góðan persónuleika, fallegt útlit og þokka.“ Engar forkeppnir í árEftir því sem Rafn kemst næst verða ekki haldnar neinar forkeppnir í ár. Hann tekur þó fram að fulltrúum hinna ýmsu landshluta sé velkomið að halda keppnirnar. „Það er mikið umstang og mikill kostnaður sem fer í að halda svona keppni. Kannski er einfaldara að halda bara eina stóra keppni og sjá til þess að hún sé sem allra glæsilegust. Fulltrúum landshlutanna er þó að sjálfsögðu heimilt að halda sínar keppnir ef þeir vilja.“ Aðspurður segir Rafn keppnina ekki vera barn síns tíma. „Ungfrú Ísland hefur verið haldin síðan 1950 og er hluti af okkar þjóðfélagi. Hver má hafa sína skoðun en það eru mjög margir sem hafa mikinn áhuga á þessu, Þar að auki skapar keppnin frábær tækifæri fyrir þáttakendur.“ Ekkert aldurstakmarkHér er hægt að skrá sig í Ungfrú Ísland eða senda inn ábendingar í keppnina. Formlegt aldurstakmark er ekkert en að sögn Rafns er miðað er við að stúlkurnar séu 18 ára í yngsta falli.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira