Innlent

Banaslys í Skötufirði

Banaslys varð í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á hádegi í dag. Lögreglu var tilkynnt um að bifreið hefði hafnað út fyrir veg og oltið, og ökumaður kastast út úr bifreiðinni.

Lögregla og sjúkrabifreið voru send frá Ísafirði og í framhaldi var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Ökumaðurinn reyndist alvarlega slasaður. Þyrlan flutti hann og farþega í bílnum á Landspítalann í Reykjavík en ökumaðurinn reyndist látinn þegar þangað var komið.

Slysið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Vestfjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×