Innlent

Þolinmæði ESB ekki óendanleg

Heimir Már Pétursson skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra stendur í stórræðum úti í Evrópu.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra stendur í stórræðum úti í Evrópu.
Stefán Fule stækkunarstjóri Evrópusambandsins sagði á fréttamannafundi með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra Íslands í Brussel í gær, að mikilvægt væri fyrir bæði Íslendinga og Evrópusambandið að það hlé sem Íslendingar hefðu tilkynnt um á aðildarviðræðunum sé ekki án tímamarka.

En Gunnar Bragi kynnti Evrópusambandinu stefnu íslenskra stjórnvalda varðandi viðræðurnar í gær um að hlé yrði gert á viðræðunum, staða viðræðnanna metin og þróuninni innan Evrópusambandsins. Fule sagði sambandið hafa fullan skilning á þessari stefnu en minnti á að það hefði verið einróma ákvörðun aðildarríkja sambandsins að taka upp aðildarviðræður við Íslendinga og sú ákvörðun stæði enn.



Gunnar Bragi og Fule.
Fule sagði jafnframt að Sambandið væri enn þeirrar skoðunar að náið samband ESB og Íslands væri báðum aðilum til hagsbóta og aðildarferlið væri besta leiðin til að viðhalda því. Evrópusambandið hefði bæði vilja og getu til að ljúka aðildarviðræðunum. Evrópusambandið biði nú ákvörðunar íslenskra stjórnvalda um framhaldið en það þjónaði hagsmunum beggja aðila að sú ákvörðun væri ekki án tímamarka.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×