Innlent

Hollvinir hoppandi reiðir vegna RÚV

Heimir Már Pétursson skrifar
Þorgrímur Gestsson er formaður Hollvinasamtakanna og honum lýst ekki á stöðu mála er varðar skipan í stjórn RÚV.
Þorgrímur Gestsson er formaður Hollvinasamtakanna og honum lýst ekki á stöðu mála er varðar skipan í stjórn RÚV.
Stjórn Hollvina Ríkisútvarpsins mótmælir þeirri breytingu sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra boðar í stjórnarfrumvarpi á skipan stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. 

Hollvinirnir bendir á að þótt því sé heitið "að Alþingi leitist við að sjá til þess að til stjórnarsetu veljist fólk sem hafi fullnægjandi þekkingu á þeim sviðum sem varða rekstur og starfsemi Ríkisútvarpsins" sé engin trygging fyrir því að svo verði. Í tilkynningu frá samtökunum segir að full ástæða sé til að óttast að þessi breyting opni fyrir flokkspólitísk afskipti af málefnum útvarpsins á ný, sem voru löngum gagnrýnd harðlega.

Núgildandi lögum hafi verið ætlað að losa Ríkisútvarpið undan beinu boðvaldi pólitískt kjörinna fulltrúa en grundvallaratriði í rekstri almannaútvarps sé að Ríkisútvarpið sé sem sjálfstæðast í efnistökum gagnvart ríkisvaldinu eins og öðrum valdaþáttum þjóðfélagsins. Fyrirhuguð lagabreyting veki upp þann gamla draug sem Ríkisútvarpið hafi átt við að etja í gegnum tíðina, einkum fréttastofurnar, að þurfa að sitja undir tilraunum stjórnmálamanna til að hafa áhrif á efnistök.

Undir ályktunina skrifa Þorgrímur Gestsson formaður, Valgeir Sigurðsson varaformaður og Viðar Hreinsson stjórnarmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×