Innlent

Tvöfalt fleiri styðja ríkisstjórnina

Boði Logason skrifar
Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson á Laugarvatni í maí síðastliðnum.
Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson á Laugarvatni í maí síðastliðnum. Mynd/Egill
Um sextíu prósent styðja ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, samkvæmt nýrri könnunn MMR. Lítil hreyfing er á fylgi flokka.

Stuðningur við ríkisstjórn landsins er töluvert meiri nú en stuðningur við fráfarandi ríkisstjórn í síðustu könnun. Af þeim tæplega 85 prósent sem tóku afstöðu í könnuninni nú segjast 59,9 prósent styðja stjórnina miðað við 31,5 prósent sem studdu hana í byrjun maí, þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna var við lýði.

Um 28 prósent sögðust kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú, sem er um einu prósenti meira en í kosningunum. Um 21 prósent sögðu Framsókn, eða um þremur prósent færri en í kosningunum.

Nánar um könnunina hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×