Innlent

Tekinn á 160 kílómetra hraða

Ökumaður var tekinn á 160 kílómetra hraða í Eyjafjarðarsveit eftir hádegi í dag og tveir aðrir á 130 kílómetra hraða í Öxnadal.

Að sögn lögreglunnar á Akureyri er töluverður viðbúnaður í umdæminu vegna Bíladaga sem fara fram í bænum um helgina.

Lögreglan vill hvetja ökumenn til að keyra á löglegum hraða og hafa beltin spennt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×