Innlent

Fagnar umtali en gefur lítið fyrir gagnrýni

Konur af öllum stærðum, gerðum og aldri keppast nú við að skrá sig til þátttöku í keppninni, ungfrú Ísland en opnað var fyrir umsóknir í gær. Þar á meðal er 45 ára þingkona sem segir þó keppnina vera tímaskekkju. Einn af skipuleggjendum keppninnar fagnar umtalinu og gefur lítið fyrir háværar gagnrýnisraddir.

Fegurðarsamkeppnin ungfrú Ísland hefur verið haldin allar götur síðan 1950 fyrir utan í fyrra þegar hún féll niður. Þráðurinn hefur nú verið tekinn upp á ný og mun keppt um titilinn í haust. Opnað var fyrir umsóknir í gær og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Fjölmargir lögðu inn umsókn, þar á meðal Hildur Lilliendahl, femínisti.

Draumar Hildar um að vinna keppnina eru þó fjarlægir þar sem hún uppfyllir engin af þeim grundvallarskilyrðum sem skipuleggjendur keppninnar setja.

Skipuleggjendur keppninnar fagna umtalinu og fjölda umsókna en nú síðdegis höfðu um 600 óskað eftir að taka þátt. Að áðurnefndum skilyrðum undanskildum eru engar kvaðir á þeim stúlkum sem ákveða að vera með. Enginn ítarlegur samningur líkt og var í gildi fyrir nokkrum árum.

Vegna tæknilegra örðugleika var ekki hægt að senda fréttina út í kvöldfréttatíma Stöðvar 2. En hægt er að horfa á hana hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×