Íslenski boltinn

Glæsimörk Grindavíkur en Guffi fagnaði ekki

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Allt gengur gulum og glöðum Grindvíkingum í haginn þessa dagana. Liðið situr í efsta sæti 1. deildar karla eftir 3-0 sigur á Þrótti í Laugardalnum á fimmtudaginn.

Jósef Kristinn Jósefsson og Juraj Grizelj skoruðu hvor sitt glæsimarkið í fyrri hálfleik gegn lánlausum Þrótturum sem sitja í næstneðsta sæti deildarinnar. Reyndar voru Þróttarar arfaslakir í leiknum og var frammistaðan líklega þeirra versta í sumar.

Varamaðurinn Guðfinnur Þórir Ómarsson skoraði síðasta mark Grindavíkur í leiknum undir lokin. Guðfinnur gekk einmitt í raðir Grindavíkur frá Þrótti fyrir leiktíðina og kunni ekki við að fagna marki sínu.

Mörkin og nokkur góð færi til viðbótar má sjá í myndbandinu að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×