Íslenski boltinn

Vrenko skoraði fallegasta markið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Niðurstöður liggja fyrir í kosningu lesanda Vísis um fallegasta markið í 6. umferð Pepsi-deilar karla.

Tæplega helmingur þeirra sem kusu eða 47% töldu mark Janez Vrenko fyrir Þór gegn Val besta mark umferðarinnar. Vrenko fékk 229 atkvæði af 496.

Óskar Örn Hauksson átti næstflottast markið að mati lesenda. Markið skoraði Óskar Örn fyrir KR í 4-2 sigri gegn FH. Þriðja besta markið var mark Þorsteins Más Ragnarssonar í sama leik.

Mörkin fimm sem kosið var um má sjá í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×