Íslenski boltinn

Markalaust á Húsavík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ingólfur Þórarinsson kom inn á snemma í síðari hálfleik hjá gestunum.
Ingólfur Þórarinsson kom inn á snemma í síðari hálfleik hjá gestunum. Mynd/Guðmundur Bjarki
Völsungur og Selfoss skiptu með sér stigunum í 6. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu í dag. Hvorugu liðinu tókst að skora í leiknum.

Selfyssingar sóttu töluvert meira í síðari hálfleik en tókst ekki að finna leiðina fram hjá Sveinbirni Inga Grímssyni í marki heimamanna.

Heimamenn frá Húsavík verma botnsæti 1. deildar eftir leikinn en liðið á enn eftir að vinna leik í sumar. Liðið hefur tvö stig en Þróttur er með stigi meira í 11. sæti.

Selfoss hefur sjö stig í 6. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×