Íslenski boltinn

Tonny hetja Úganda

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tonny Mawejje í bikarleiknum gegn Þrótti.
Tonny Mawejje í bikarleiknum gegn Þrótti. Mynd/Valli
Tonny Mawejje reyndist hetja Úganda þegar liðið vann dramatískan sigur á Angóla í undankeppni HM 2014 á Mandela-vellinum í Kampala í dag.

Gestirnir frá Angóla komust yfir með marki á 57. mínútu og útlitið dökkt hjá Úganda. Þeir jöfnuðu hins vegar metin sjö mínútum fyrir leikslok áður en Mawejje tryggði þjóð sinni sigur með marki mínútu fyrir leikslok.

Úganda situr í toppsæti J-riðils eftir fimm umferðir. Senegal og Líbería eiga þó leik inni en liðin mætast í Líberíu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×