Innlent

Bílasprengjuárásir í Írak

Hjörtur Hjartarson skrifar
1045 manns létust í átökum í Írak í síðasta mánuði en mannfall hefur ekki verið svo mikið í landinu síðan í júní, 2008
1045 manns létust í átökum í Írak í síðasta mánuði en mannfall hefur ekki verið svo mikið í landinu síðan í júní, 2008 MYND/AFP
Að minnsta kosti 25 eru látnir og hátt í hundrað eru særðir eftir tíu bílsprengjuárásir í átta borgum í Írak í morgun. Ríflega 1000 manns létu lífið í átökum trúarhópa í Írak í síðasta mánuði sem var sá blóðugasti í fimm ár. Hjörtur Hjartarson segir frá.

Sprengjurnar í morgun sprungu í hverfum þar sem Sjíta-múslimar eru í miklum meirihluta. Enn hefur enginn lýst ódæðinu á hendur sér en grunur leikur á að Súnnítar standi að baki árásunum. Súnnítar eru með tengsl við hryðjuverkasamtökin Al Kaída og hafa áður staðið að samskonar árásum. Flestir féllu í árásum í borginni Kut þar sem tveimur sprengjum var komið fyrir í bílum á iðnaðarsvæði þar sem fjölmargir verkamenn voru á leið til vinnu. Í Basra voru einnig tvær sprengjur. Sú fyrri sprakk á fjölfarinni verslunargötu og sú síðari þegar björgunarsveitir komu á slysstað.

1045 manns létust í átökum í Írak í síðasta mánuði en mannfall hefur ekki verið svo mikið í landinu síðan í júní, 2008. Daglegt brauð er að manntjón verði í átökum í Írak og óttast yfirvöld að átök trúarbrota leiði til borgarstyrjaldar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×