Íslenski boltinn

Allir sáu að markið átti ekki að standa

Stefán Hirst Friðriksson á Laugardalsvelli skrifar
Hólmbert Aron skorar í síðari hálfleik.
Hólmbert Aron skorar í síðari hálfleik. Mynd/Daníel
"Ég er að reyna að einblína á það jákvæða en það var mjög pirrandi að fá á okkur þetta fyrsta mark sem allir sáu, nema ákveðnir aðilar, að hafi verið ólöglegt," segir Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs.

Þór tapaði 4-1 gegn Fram á Laugardalsvelli í 7. umferð Pepsi-deildar karla í dag.

„Það er að sjálfsögðu mikið áhyggjuefni hvað við erum að fá á okkur mörg mörk og hefur það verið það síðan í fyrsta leik. Ég hef reynt að hrókera í liðinu, hef kannski gert of mikið af því en varnarleikurinn er bara ekki að virka," sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs í leikslok.

Umfjöllun, viðtöl og myndir úr Laugardalnum í dag má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×