Íslenski boltinn

Strákar með sítt hár vilja halda í síddina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Víðir Þorvarðarson í leik með ÍBV.
Víðir Þorvarðarson í leik með ÍBV. Mynd/Daníel
Víðir Þorvarðarson hefur vakið athygli fyrir að notast við buff þegar hann spilar með ÍBV í Pepsi-deild karla.

Hann var í viðtali í Reitarboltanum á vefsíðunni 433.is og var spurður út í buffið. „Það er hrikalega fínt að fá athygli út á þetta. Þessi umræða hefur ekki pirrað mig neitt,“ sagði Víðir í viðtalinu.

„Ég nota buff einfaldlega svo ég geti séð þegar ég er að spila, enda með svo sítt hár. David James var kominn með buff á æfingu í gær og kannski fer hann að nota þetta líka.“

Hann segir það ekki á stefnunni að fara í klippingu. „Það er ekki séns. Strákar með sítt hár vilja halda í síddina.“

Valur mætir ÍBV í Pepsi-deild karla klukkan 18.00 í kvöld og verður leiknum lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttblaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×