Enginn tími til þess að vera skelkaður Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. júní 2013 13:03 mynd úr safni Bensíntankurinn sem Ómar Ragnarsson skipti yfir á, rétt áður en hann brotlenti lítilli Cessna-flugvél við Sultartangalón í gær, innihélt eldsneyti til meira en tveggja og hálfrar klukkustunda flugs. Þetta segir Ómar í samtali við Vísi. „Það er hugsanlegt að bensínið á vinstri tanknum hafi klárast, sem sýndi reyndar að það væri ekki búið, en hægri tankurinn var nánast fullur.“ Flugvélin endaði á hvolfi við lendinguna og skemmdist töluvert og segir Ómar að sér þyki það sérstaklega leiðinlegt, þar sem hann sé sjálfur ekki eigandi vélarinnar. „Ég er leiðastur yfir því að flugvélin hafi farið svona illa, eins og þetta var glæsilega góð flugvél. Það er svo leiðinlegt að vera á flugvél frá öðrum þegar svona kemur fyrir, óskaplega leiðinlegt. Ég hef flogið þessari vél í mörg ár, yfir áratug.“ Ómar segist ekki hafa verið skelkaður, enda hafi hlutirnir gerst ansi hratt. „Það var bara enginn tími til þess að vera skelkaður. Maður hefur bara mínútu til að leysa ákveðið verkefni. Maður verður að nýta þetta tímahrak.“ Ekki er vitað hvað olli biluninni en flugvélin er í rannsókn. „Það fyrsta sem þeir sjá er að það var yfirdrifið nóg bensín á vélinni. Svo kemur annað, hvað gæti hafa valdið því að það drapst á mótornum og af hverju fór hann ekki í gang aftur? Það er ennþá furðulegra að hann skyldi ekki fara í gang aftur. Það er voða erfitt að úrskurða um það. Það getur verið stífla, það getur verið eitthvað að rafkerfinu, eiginlega hvað sem er. Þetta er það margt sem getur komið fyrir.“ Að sögn Ómars hefur ekkert komið fyrir hann í líkingu við þetta í 26 ár. Hann segist þó ekki vita hvort eitthvað sé til í þeim sögusögnum um að hann hafi níu líf. „Ég er afskaplega þakklátur fyrir að ekki fór verr, þó ég viti nú ekki hvað lífin eru mörg.“ Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
Bensíntankurinn sem Ómar Ragnarsson skipti yfir á, rétt áður en hann brotlenti lítilli Cessna-flugvél við Sultartangalón í gær, innihélt eldsneyti til meira en tveggja og hálfrar klukkustunda flugs. Þetta segir Ómar í samtali við Vísi. „Það er hugsanlegt að bensínið á vinstri tanknum hafi klárast, sem sýndi reyndar að það væri ekki búið, en hægri tankurinn var nánast fullur.“ Flugvélin endaði á hvolfi við lendinguna og skemmdist töluvert og segir Ómar að sér þyki það sérstaklega leiðinlegt, þar sem hann sé sjálfur ekki eigandi vélarinnar. „Ég er leiðastur yfir því að flugvélin hafi farið svona illa, eins og þetta var glæsilega góð flugvél. Það er svo leiðinlegt að vera á flugvél frá öðrum þegar svona kemur fyrir, óskaplega leiðinlegt. Ég hef flogið þessari vél í mörg ár, yfir áratug.“ Ómar segist ekki hafa verið skelkaður, enda hafi hlutirnir gerst ansi hratt. „Það var bara enginn tími til þess að vera skelkaður. Maður hefur bara mínútu til að leysa ákveðið verkefni. Maður verður að nýta þetta tímahrak.“ Ekki er vitað hvað olli biluninni en flugvélin er í rannsókn. „Það fyrsta sem þeir sjá er að það var yfirdrifið nóg bensín á vélinni. Svo kemur annað, hvað gæti hafa valdið því að það drapst á mótornum og af hverju fór hann ekki í gang aftur? Það er ennþá furðulegra að hann skyldi ekki fara í gang aftur. Það er voða erfitt að úrskurða um það. Það getur verið stífla, það getur verið eitthvað að rafkerfinu, eiginlega hvað sem er. Þetta er það margt sem getur komið fyrir.“ Að sögn Ómars hefur ekkert komið fyrir hann í líkingu við þetta í 26 ár. Hann segist þó ekki vita hvort eitthvað sé til í þeim sögusögnum um að hann hafi níu líf. „Ég er afskaplega þakklátur fyrir að ekki fór verr, þó ég viti nú ekki hvað lífin eru mörg.“
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira