Enginn tími til þess að vera skelkaður Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. júní 2013 13:03 mynd úr safni Bensíntankurinn sem Ómar Ragnarsson skipti yfir á, rétt áður en hann brotlenti lítilli Cessna-flugvél við Sultartangalón í gær, innihélt eldsneyti til meira en tveggja og hálfrar klukkustunda flugs. Þetta segir Ómar í samtali við Vísi. „Það er hugsanlegt að bensínið á vinstri tanknum hafi klárast, sem sýndi reyndar að það væri ekki búið, en hægri tankurinn var nánast fullur.“ Flugvélin endaði á hvolfi við lendinguna og skemmdist töluvert og segir Ómar að sér þyki það sérstaklega leiðinlegt, þar sem hann sé sjálfur ekki eigandi vélarinnar. „Ég er leiðastur yfir því að flugvélin hafi farið svona illa, eins og þetta var glæsilega góð flugvél. Það er svo leiðinlegt að vera á flugvél frá öðrum þegar svona kemur fyrir, óskaplega leiðinlegt. Ég hef flogið þessari vél í mörg ár, yfir áratug.“ Ómar segist ekki hafa verið skelkaður, enda hafi hlutirnir gerst ansi hratt. „Það var bara enginn tími til þess að vera skelkaður. Maður hefur bara mínútu til að leysa ákveðið verkefni. Maður verður að nýta þetta tímahrak.“ Ekki er vitað hvað olli biluninni en flugvélin er í rannsókn. „Það fyrsta sem þeir sjá er að það var yfirdrifið nóg bensín á vélinni. Svo kemur annað, hvað gæti hafa valdið því að það drapst á mótornum og af hverju fór hann ekki í gang aftur? Það er ennþá furðulegra að hann skyldi ekki fara í gang aftur. Það er voða erfitt að úrskurða um það. Það getur verið stífla, það getur verið eitthvað að rafkerfinu, eiginlega hvað sem er. Þetta er það margt sem getur komið fyrir.“ Að sögn Ómars hefur ekkert komið fyrir hann í líkingu við þetta í 26 ár. Hann segist þó ekki vita hvort eitthvað sé til í þeim sögusögnum um að hann hafi níu líf. „Ég er afskaplega þakklátur fyrir að ekki fór verr, þó ég viti nú ekki hvað lífin eru mörg.“ Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Bensíntankurinn sem Ómar Ragnarsson skipti yfir á, rétt áður en hann brotlenti lítilli Cessna-flugvél við Sultartangalón í gær, innihélt eldsneyti til meira en tveggja og hálfrar klukkustunda flugs. Þetta segir Ómar í samtali við Vísi. „Það er hugsanlegt að bensínið á vinstri tanknum hafi klárast, sem sýndi reyndar að það væri ekki búið, en hægri tankurinn var nánast fullur.“ Flugvélin endaði á hvolfi við lendinguna og skemmdist töluvert og segir Ómar að sér þyki það sérstaklega leiðinlegt, þar sem hann sé sjálfur ekki eigandi vélarinnar. „Ég er leiðastur yfir því að flugvélin hafi farið svona illa, eins og þetta var glæsilega góð flugvél. Það er svo leiðinlegt að vera á flugvél frá öðrum þegar svona kemur fyrir, óskaplega leiðinlegt. Ég hef flogið þessari vél í mörg ár, yfir áratug.“ Ómar segist ekki hafa verið skelkaður, enda hafi hlutirnir gerst ansi hratt. „Það var bara enginn tími til þess að vera skelkaður. Maður hefur bara mínútu til að leysa ákveðið verkefni. Maður verður að nýta þetta tímahrak.“ Ekki er vitað hvað olli biluninni en flugvélin er í rannsókn. „Það fyrsta sem þeir sjá er að það var yfirdrifið nóg bensín á vélinni. Svo kemur annað, hvað gæti hafa valdið því að það drapst á mótornum og af hverju fór hann ekki í gang aftur? Það er ennþá furðulegra að hann skyldi ekki fara í gang aftur. Það er voða erfitt að úrskurða um það. Það getur verið stífla, það getur verið eitthvað að rafkerfinu, eiginlega hvað sem er. Þetta er það margt sem getur komið fyrir.“ Að sögn Ómars hefur ekkert komið fyrir hann í líkingu við þetta í 26 ár. Hann segist þó ekki vita hvort eitthvað sé til í þeim sögusögnum um að hann hafi níu líf. „Ég er afskaplega þakklátur fyrir að ekki fór verr, þó ég viti nú ekki hvað lífin eru mörg.“
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira