Íslenski boltinn

Veðjuðu menn á rangan hest á Skaganum? | Myndband

Slæmt gengi ÍA var til umræðu í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöld en í dag var tilkynnt að Þórður Þórðarson væri hættur sem þjálfari liðsins.

ÍA keypti erlenda leikmenn fyrir tímabilið sem hafa ekki staðið sig vel og þá var staða Þórðar rædd.

„Þórður Þórðarson er ekki vitlaus. Hann er þjálfari ÍA og bara með þrjú stig eftir sjö leiki. Það er mjög heitt undir honum,“ sagði Hjörvar Hafliðason í þættinum.

Þá er því einnig velt upp hvort að Þórður Guðjónsson, framkvæmdarstjóri ÍA, væri rétti maðurinn til að þjálfa ÍA en Hjörvar bendir einnig á þann möguleika að fá inn nýjar hugmyndir með nýjum mönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×