Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - ÍBV 1-1 Stefán Árni Pálsson á Hlíðarenda skrifar 18. júní 2013 16:52 Valur og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik sjöundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn fór fram á Vodafone-vellinum en Eyjamenn gerðu eina mark fyrri hálfleiksins og Valsmenn eina mark síðari hálfleiksins. Leikurinn hófst nokkuð rólega og liðin lengi að finna taktinn. Eyjamenn voru aftur á móti örlítið sterkari í fyrri hálfleiknum og mun markvissari í sínum sóknaraðgerðum. Gestirnir sóttu meira og meira í sig veðrið þegar leið á hálfleikinn sem endaði með marki frá Tonny Mawejje fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleik. Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður ÍBV, átti skalla í þverslána og þaðan barst boltinn til Mawejje sem potaði honum yfir marklínuna. Skrautlegt mark sem hafði legið í loftinu í töluverðan tíma. Staðan var því 1-0 fyrir gestina í hálfleik. Leikurinn var verulega bragðdaufur í upphafi síðari hálfleiksins en Valsmenn reyndu hvað þeir gátu að koma sér á ný inn í leikinn. Þegar um hálftími var eftir af leiknum setti Magnús Gylfason, þjálfari Vals, Kolbein Kárason inná völlinn og það tók hann aðeins fjórar mínútur til þess að jafna metin fyrir Val. Arnar Sveinn Geirsson átti frábæra fyrirgjöf inn í vítateig Eyjamanna sem Kolbeinn skallaði í gagnstætt horn, alveg óverjandi fyrir David James í marki ÍBV. Eftir mark Valsmanna tóku heimamenn öll völd á vellinum. Heimamenn náðu samt sem áður ekki að nýta sér yfirburði sína í síðari hálfleiknum og leiknum lauk því með 1-1 jafntefli. Valur því enn í fjórða sæti deildarinnar með 15 stig og Eyjamenn með 12 stig í sjötta sæti. Rúnar Már: Svekktur, pirraður og reiður„Ég er svekktur, pirraður og reiður,“ segir Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður Vals, eftir jafnteflið í kvöld. „Maður er sérstaklega pirraður eftir frammistöðu okkar í fyrri hálfleiknum og við erum orðnir gríðarlega leiðir á því að þurfa alltaf að koma til baka eftir að lenda undir. Það sýnir samt sem áður einnig mikinn karakter að við komum alltaf til baka.“ „Það virðist alltaf eins og við þurfum að fá á okkur mark til þess að fara í gang og við verðum einfaldlega að fara finna lausn á því.“ „Við erum alltaf mikið mun betri aðilinn í leiknum eftir að við fáum á okkur mark, sem er einkennilegt.“ Valur er í fjórða sæti deildarinnar með 15 stig. „Ég hefði viljað vera með 2-4 stig í viðbót eftir sjö umferðir en við erum taplausir sem er gott.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Hermann: Haukur Páll fer í þessa tæklingu eins og fljúgandi skítakamar„Þetta voru mjög sanngjörn úrslit,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum hættulegri aðilinn í fyrri hálfleiknum og áttum betri færi. Liðið náði að nýta þetta eina færi gríðarlega vel.“ „Gott lið eins og Valur fær alltaf að eiga sína góðu kafla í hverjum leik og það gerðist í kvöld. Það var virkilega svekkjandi hvað við duttum aftarlega í síðari hálfleiknum og Valur uppsker mark eftir það.“ „1-0 er stórhættuleg staða og við ætluðum alls ekki að falla til baka, heldur halda okkur við sama leikskipulag en það gekk ekki upp og því var jafntefli sanngjörn úrslit.“ Hermann Hreiðarsson ærðist út í Hauk Pál, leikmann Vals, eftir eina tæklingu í síðari hálfleiknum og lét hann heldur betur heyra það. „Hann kemur hérna eins og fljúgandi skítakamar, allt of seinn í tæklinguna og átti ekki möguleika í boltann. Ég er svosem ekki að biðja um nein spjöld þegar ég bregst svona við en mér fannst þetta bara nokkuð léleg tækling hjá honum. Hann þarf bara að læra svona hluti og ég get alveg tekið hann í smá kennslu í þessu.“Hægt er að sjá myndbandið af viðtalinu við Hermann með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Valur og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik sjöundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn fór fram á Vodafone-vellinum en Eyjamenn gerðu eina mark fyrri hálfleiksins og Valsmenn eina mark síðari hálfleiksins. Leikurinn hófst nokkuð rólega og liðin lengi að finna taktinn. Eyjamenn voru aftur á móti örlítið sterkari í fyrri hálfleiknum og mun markvissari í sínum sóknaraðgerðum. Gestirnir sóttu meira og meira í sig veðrið þegar leið á hálfleikinn sem endaði með marki frá Tonny Mawejje fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleik. Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður ÍBV, átti skalla í þverslána og þaðan barst boltinn til Mawejje sem potaði honum yfir marklínuna. Skrautlegt mark sem hafði legið í loftinu í töluverðan tíma. Staðan var því 1-0 fyrir gestina í hálfleik. Leikurinn var verulega bragðdaufur í upphafi síðari hálfleiksins en Valsmenn reyndu hvað þeir gátu að koma sér á ný inn í leikinn. Þegar um hálftími var eftir af leiknum setti Magnús Gylfason, þjálfari Vals, Kolbein Kárason inná völlinn og það tók hann aðeins fjórar mínútur til þess að jafna metin fyrir Val. Arnar Sveinn Geirsson átti frábæra fyrirgjöf inn í vítateig Eyjamanna sem Kolbeinn skallaði í gagnstætt horn, alveg óverjandi fyrir David James í marki ÍBV. Eftir mark Valsmanna tóku heimamenn öll völd á vellinum. Heimamenn náðu samt sem áður ekki að nýta sér yfirburði sína í síðari hálfleiknum og leiknum lauk því með 1-1 jafntefli. Valur því enn í fjórða sæti deildarinnar með 15 stig og Eyjamenn með 12 stig í sjötta sæti. Rúnar Már: Svekktur, pirraður og reiður„Ég er svekktur, pirraður og reiður,“ segir Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður Vals, eftir jafnteflið í kvöld. „Maður er sérstaklega pirraður eftir frammistöðu okkar í fyrri hálfleiknum og við erum orðnir gríðarlega leiðir á því að þurfa alltaf að koma til baka eftir að lenda undir. Það sýnir samt sem áður einnig mikinn karakter að við komum alltaf til baka.“ „Það virðist alltaf eins og við þurfum að fá á okkur mark til þess að fara í gang og við verðum einfaldlega að fara finna lausn á því.“ „Við erum alltaf mikið mun betri aðilinn í leiknum eftir að við fáum á okkur mark, sem er einkennilegt.“ Valur er í fjórða sæti deildarinnar með 15 stig. „Ég hefði viljað vera með 2-4 stig í viðbót eftir sjö umferðir en við erum taplausir sem er gott.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Hermann: Haukur Páll fer í þessa tæklingu eins og fljúgandi skítakamar„Þetta voru mjög sanngjörn úrslit,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum hættulegri aðilinn í fyrri hálfleiknum og áttum betri færi. Liðið náði að nýta þetta eina færi gríðarlega vel.“ „Gott lið eins og Valur fær alltaf að eiga sína góðu kafla í hverjum leik og það gerðist í kvöld. Það var virkilega svekkjandi hvað við duttum aftarlega í síðari hálfleiknum og Valur uppsker mark eftir það.“ „1-0 er stórhættuleg staða og við ætluðum alls ekki að falla til baka, heldur halda okkur við sama leikskipulag en það gekk ekki upp og því var jafntefli sanngjörn úrslit.“ Hermann Hreiðarsson ærðist út í Hauk Pál, leikmann Vals, eftir eina tæklingu í síðari hálfleiknum og lét hann heldur betur heyra það. „Hann kemur hérna eins og fljúgandi skítakamar, allt of seinn í tæklinguna og átti ekki möguleika í boltann. Ég er svosem ekki að biðja um nein spjöld þegar ég bregst svona við en mér fannst þetta bara nokkuð léleg tækling hjá honum. Hann þarf bara að læra svona hluti og ég get alveg tekið hann í smá kennslu í þessu.“Hægt er að sjá myndbandið af viðtalinu við Hermann með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira