Svavar Halldórsson kærir íslenska ríkið Boði Logason skrifar 19. júní 2013 13:34 Svavar Halldórsson fyrrverandi fréttamaður á RÚV. Svavar Halldórsson, fyrrverandi fréttamaður, og Ríkisútvarpið hafa kært úrskurð Hæstaréttar, sem féll í nóvember síðastliðnum, til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Málið snýr að frétt sem Svavar gerði á RÚV í desember árið 2010. Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður kærði Svavar fyrir meiðyrði og vann málið fyrir Hæstarétti 15. nóvember. Þar var Svavar dæmdur til að greiða Jóni Ásgeiri 300 þúsund krónur í miskabætur og eina milljón í málskostnað. Í tilkynningunni frá RÚV er haft eftir Páli Magnússyni útvarpsstjóra að aðkoma RÚV að málinu helgist af því að í húfi séu ákveðin grundvallaratriði í frjálsri frétta- og blaðamennsku sem reyna verði á til þrautar hvort gildi ekki á Íslandi eins og í öðrum löndum sem búa við frjálsa fjölmiðla. Ríkisútvarpinu sé skylt að standa vörð um þessi grundvallaratriði. „Í kæru til Mannréttindadómstólsins er byggt á því að niðurstaða Hæstaréttar feli í sér takmörkun á tjáningarfrelsi Svavars sem brjóti í bága við 10. gr. MSE, nánar tiltekið að um sé að ræða takmörkun sem sé ekki nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Byggt er á því að umrædd frétt hafi varðað þjóðfélagslega mikilvægt málefni, varðað persónu sem hafi verið áberandi í íslensku þjóðlífi um langt skeið og að í niðurstöðu Hæstaréttar hafi ekki verið tekið nægt tillit til hins mikilvæga hlutverks fjölmiðla í lýðræðislegu þjóðfélagi. Þá er byggt á því að gerðar hafi verið óhæfilega miklar kröfur til Svavars í niðurstöðu Hæstaréttar um sönnun á ummælunum og ekki tekið tillit til þess að hann hafi verið í góðri trú við undirbúning fréttarinnar og hafi starfað í samræmi við viðurkennda hætti í blaðamennsku. Þá er vísað til þess að Hæstiréttur hafi ekki tekið tillit til sönnunargagna sem lögð voru fram við meðferð málsins fyrir dómstólum og sýna að mati Svavars fram á sannleiksgildi ummælanna. Með hliðsjón af framangreindu og aðstæðum öllum er byggt á því að niðurstaða Hæstaréttar þann 15. nóvember 2012 sé ekki í samræmi við nýlega dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins í málum er varða 10. gr. sáttmálans um tjáningarfrelsi. Ber þar helst að nefna tvo dóma réttarins frá því 10. júlí 2012 í málum tveggja íslenskra blaðamanna,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Svavar Halldórsson, fyrrverandi fréttamaður, og Ríkisútvarpið hafa kært úrskurð Hæstaréttar, sem féll í nóvember síðastliðnum, til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Málið snýr að frétt sem Svavar gerði á RÚV í desember árið 2010. Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður kærði Svavar fyrir meiðyrði og vann málið fyrir Hæstarétti 15. nóvember. Þar var Svavar dæmdur til að greiða Jóni Ásgeiri 300 þúsund krónur í miskabætur og eina milljón í málskostnað. Í tilkynningunni frá RÚV er haft eftir Páli Magnússyni útvarpsstjóra að aðkoma RÚV að málinu helgist af því að í húfi séu ákveðin grundvallaratriði í frjálsri frétta- og blaðamennsku sem reyna verði á til þrautar hvort gildi ekki á Íslandi eins og í öðrum löndum sem búa við frjálsa fjölmiðla. Ríkisútvarpinu sé skylt að standa vörð um þessi grundvallaratriði. „Í kæru til Mannréttindadómstólsins er byggt á því að niðurstaða Hæstaréttar feli í sér takmörkun á tjáningarfrelsi Svavars sem brjóti í bága við 10. gr. MSE, nánar tiltekið að um sé að ræða takmörkun sem sé ekki nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Byggt er á því að umrædd frétt hafi varðað þjóðfélagslega mikilvægt málefni, varðað persónu sem hafi verið áberandi í íslensku þjóðlífi um langt skeið og að í niðurstöðu Hæstaréttar hafi ekki verið tekið nægt tillit til hins mikilvæga hlutverks fjölmiðla í lýðræðislegu þjóðfélagi. Þá er byggt á því að gerðar hafi verið óhæfilega miklar kröfur til Svavars í niðurstöðu Hæstaréttar um sönnun á ummælunum og ekki tekið tillit til þess að hann hafi verið í góðri trú við undirbúning fréttarinnar og hafi starfað í samræmi við viðurkennda hætti í blaðamennsku. Þá er vísað til þess að Hæstiréttur hafi ekki tekið tillit til sönnunargagna sem lögð voru fram við meðferð málsins fyrir dómstólum og sýna að mati Svavars fram á sannleiksgildi ummælanna. Með hliðsjón af framangreindu og aðstæðum öllum er byggt á því að niðurstaða Hæstaréttar þann 15. nóvember 2012 sé ekki í samræmi við nýlega dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins í málum er varða 10. gr. sáttmálans um tjáningarfrelsi. Ber þar helst að nefna tvo dóma réttarins frá því 10. júlí 2012 í málum tveggja íslenskra blaðamanna,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira