Fótbolti

Mourinho rauf þögnina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Jose Mourinho tjáði sig loksins um yfirvofandi brottför frá Real Madrid en hann stýrir liðinu í síðasta sinn í dag.

Hann sendi frá sér stutta yfirlýsingu á heimasíðu Real Madrid í gærkvöldi en Mourinho hafði ekki tjáð sig opinberlega undanfarinn mánuð.

„Ég óska öllum hjá Real Madrid alls hins besta í framtíðinni. Ég þakka stuðning margra stuðningsmanna félagsins og ber virðingu fyrir gagnrýni annarra,“ sagði í yfirlýsingunni.

„Enn og aftur óska ég öllum hamingjusamrar framtíðar og góðrar heilsu, fyrst og fremst. Hala Madrid!“

Real Madrid mætir Osasuna klukkan 15.00 en Mourinho kveður eftir tímabil vonbrigða, þar sem liðið missti af öllum stóru titlunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×