Nokkrir verið handteknir - hafa tengsl við vélhjólaklúbb Hrund Þórsdóttir skrifar 2. júní 2013 12:04 Nokkrir hafa verið handteknir vegna árásar sem gerð var á mann á sjötugsaldri á heimili hans í Grafarvogi í gær. Árásarmennirnir bundu manninn og héldu honum nauðugum á meðan þeir stálu skotvopnum af heimili hans. Mennirnir hafa tengsl við vélhjólaklúbb. Það var upp úr klukkan ellefu í gærmorgun sem tveir menn ruddust inn í íbúðina, sem er á þriðju hæð í blokk við Barðastaði í Grafarvogi. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hafi verið einn heima þegar árásin var gerð. „Þeir tjóðruðu, eða kefluðu, húsráðanda og fóru síðan í framhaldinu af því og tóku átta skotvopn sem hann hafði löglega í sínum fórum í þartilgerðum byssuskáp og tóku auk þess skotfæri. Þetta voru rifflar, haglabyssur og gömul kindabyssa," segir Árni Þór. Árásarmennirnir athöfnuðu sig í um hálfa klukkustund áður en þeir héldu á brott. Þriðji maðurinn beið þeirra fyrir utan og þegar þeir keyrðu af vettvangi sáu vitni af hvaða tegund bíll þeirra var. Mennirnir bundu húsráðanda á höndum og fótum og ógnuðu honum með hnífi, en þegar þeir voru farnir gat hann gert vart við sig hjá nágranna sínum. Þar fékk hann hjálp og hringt var á lögreglu. Manninum var mjög brugðið eftir atburðinn og farið var með hann á slysadeild til skoðunar og aðhlynningar, en meiðsli hans eru ekki alvarleg. „Það voru litlar upplýsingar á að byggja í upphafi en það fór í gang umfangsmikil rannsókn. Við kölluðum til aukamannskap og fengum aðstoð frá sérsveit ríkislögreglustjóra," segir Árni Þór. Mikill þungi var settur í rannsóknina og leiddi umfangsmikil vinna lögreglu til þess að aðilar voru handteknir, en ekki fæst uppgefið hversu margir eru í haldi. Um kvöldmatarleytið í gærkvöldi var síðan gerð húsleit í Hafnarfirði og fundust stolnu skotvopin þar, vandlega falin. Árásarmennirnir hafa tengsl við vélhjólaklúbb sem er talinn tengjast skipulögðum glæpasamtökum og er málið litið mjög alvarlegum augum. Ekki er hægt að segja til um hvort það tengist uppgjöri í undirheimunum sem átt hefur sér stað undanfarið, en unnið verður áfram að rannsókn í dag. Tengdar fréttir Eldri manni haldið nauðugum á heimili sínu Ráðist var inn á heimili eldri manns í Grafarvogi í dag og honum haldið þar nauðugum. Rannsókn málsins er á frumstigi en allt tiltækt lið lögreglu vann að lausn þess í dag. 1. júní 2013 18:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Sjá meira
Nokkrir hafa verið handteknir vegna árásar sem gerð var á mann á sjötugsaldri á heimili hans í Grafarvogi í gær. Árásarmennirnir bundu manninn og héldu honum nauðugum á meðan þeir stálu skotvopnum af heimili hans. Mennirnir hafa tengsl við vélhjólaklúbb. Það var upp úr klukkan ellefu í gærmorgun sem tveir menn ruddust inn í íbúðina, sem er á þriðju hæð í blokk við Barðastaði í Grafarvogi. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hafi verið einn heima þegar árásin var gerð. „Þeir tjóðruðu, eða kefluðu, húsráðanda og fóru síðan í framhaldinu af því og tóku átta skotvopn sem hann hafði löglega í sínum fórum í þartilgerðum byssuskáp og tóku auk þess skotfæri. Þetta voru rifflar, haglabyssur og gömul kindabyssa," segir Árni Þór. Árásarmennirnir athöfnuðu sig í um hálfa klukkustund áður en þeir héldu á brott. Þriðji maðurinn beið þeirra fyrir utan og þegar þeir keyrðu af vettvangi sáu vitni af hvaða tegund bíll þeirra var. Mennirnir bundu húsráðanda á höndum og fótum og ógnuðu honum með hnífi, en þegar þeir voru farnir gat hann gert vart við sig hjá nágranna sínum. Þar fékk hann hjálp og hringt var á lögreglu. Manninum var mjög brugðið eftir atburðinn og farið var með hann á slysadeild til skoðunar og aðhlynningar, en meiðsli hans eru ekki alvarleg. „Það voru litlar upplýsingar á að byggja í upphafi en það fór í gang umfangsmikil rannsókn. Við kölluðum til aukamannskap og fengum aðstoð frá sérsveit ríkislögreglustjóra," segir Árni Þór. Mikill þungi var settur í rannsóknina og leiddi umfangsmikil vinna lögreglu til þess að aðilar voru handteknir, en ekki fæst uppgefið hversu margir eru í haldi. Um kvöldmatarleytið í gærkvöldi var síðan gerð húsleit í Hafnarfirði og fundust stolnu skotvopin þar, vandlega falin. Árásarmennirnir hafa tengsl við vélhjólaklúbb sem er talinn tengjast skipulögðum glæpasamtökum og er málið litið mjög alvarlegum augum. Ekki er hægt að segja til um hvort það tengist uppgjöri í undirheimunum sem átt hefur sér stað undanfarið, en unnið verður áfram að rannsókn í dag.
Tengdar fréttir Eldri manni haldið nauðugum á heimili sínu Ráðist var inn á heimili eldri manns í Grafarvogi í dag og honum haldið þar nauðugum. Rannsókn málsins er á frumstigi en allt tiltækt lið lögreglu vann að lausn þess í dag. 1. júní 2013 18:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Sjá meira
Eldri manni haldið nauðugum á heimili sínu Ráðist var inn á heimili eldri manns í Grafarvogi í dag og honum haldið þar nauðugum. Rannsókn málsins er á frumstigi en allt tiltækt lið lögreglu vann að lausn þess í dag. 1. júní 2013 18:30