Nokkrir verið handteknir - hafa tengsl við vélhjólaklúbb Hrund Þórsdóttir skrifar 2. júní 2013 12:04 Nokkrir hafa verið handteknir vegna árásar sem gerð var á mann á sjötugsaldri á heimili hans í Grafarvogi í gær. Árásarmennirnir bundu manninn og héldu honum nauðugum á meðan þeir stálu skotvopnum af heimili hans. Mennirnir hafa tengsl við vélhjólaklúbb. Það var upp úr klukkan ellefu í gærmorgun sem tveir menn ruddust inn í íbúðina, sem er á þriðju hæð í blokk við Barðastaði í Grafarvogi. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hafi verið einn heima þegar árásin var gerð. „Þeir tjóðruðu, eða kefluðu, húsráðanda og fóru síðan í framhaldinu af því og tóku átta skotvopn sem hann hafði löglega í sínum fórum í þartilgerðum byssuskáp og tóku auk þess skotfæri. Þetta voru rifflar, haglabyssur og gömul kindabyssa," segir Árni Þór. Árásarmennirnir athöfnuðu sig í um hálfa klukkustund áður en þeir héldu á brott. Þriðji maðurinn beið þeirra fyrir utan og þegar þeir keyrðu af vettvangi sáu vitni af hvaða tegund bíll þeirra var. Mennirnir bundu húsráðanda á höndum og fótum og ógnuðu honum með hnífi, en þegar þeir voru farnir gat hann gert vart við sig hjá nágranna sínum. Þar fékk hann hjálp og hringt var á lögreglu. Manninum var mjög brugðið eftir atburðinn og farið var með hann á slysadeild til skoðunar og aðhlynningar, en meiðsli hans eru ekki alvarleg. „Það voru litlar upplýsingar á að byggja í upphafi en það fór í gang umfangsmikil rannsókn. Við kölluðum til aukamannskap og fengum aðstoð frá sérsveit ríkislögreglustjóra," segir Árni Þór. Mikill þungi var settur í rannsóknina og leiddi umfangsmikil vinna lögreglu til þess að aðilar voru handteknir, en ekki fæst uppgefið hversu margir eru í haldi. Um kvöldmatarleytið í gærkvöldi var síðan gerð húsleit í Hafnarfirði og fundust stolnu skotvopin þar, vandlega falin. Árásarmennirnir hafa tengsl við vélhjólaklúbb sem er talinn tengjast skipulögðum glæpasamtökum og er málið litið mjög alvarlegum augum. Ekki er hægt að segja til um hvort það tengist uppgjöri í undirheimunum sem átt hefur sér stað undanfarið, en unnið verður áfram að rannsókn í dag. Tengdar fréttir Eldri manni haldið nauðugum á heimili sínu Ráðist var inn á heimili eldri manns í Grafarvogi í dag og honum haldið þar nauðugum. Rannsókn málsins er á frumstigi en allt tiltækt lið lögreglu vann að lausn þess í dag. 1. júní 2013 18:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Sjá meira
Nokkrir hafa verið handteknir vegna árásar sem gerð var á mann á sjötugsaldri á heimili hans í Grafarvogi í gær. Árásarmennirnir bundu manninn og héldu honum nauðugum á meðan þeir stálu skotvopnum af heimili hans. Mennirnir hafa tengsl við vélhjólaklúbb. Það var upp úr klukkan ellefu í gærmorgun sem tveir menn ruddust inn í íbúðina, sem er á þriðju hæð í blokk við Barðastaði í Grafarvogi. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hafi verið einn heima þegar árásin var gerð. „Þeir tjóðruðu, eða kefluðu, húsráðanda og fóru síðan í framhaldinu af því og tóku átta skotvopn sem hann hafði löglega í sínum fórum í þartilgerðum byssuskáp og tóku auk þess skotfæri. Þetta voru rifflar, haglabyssur og gömul kindabyssa," segir Árni Þór. Árásarmennirnir athöfnuðu sig í um hálfa klukkustund áður en þeir héldu á brott. Þriðji maðurinn beið þeirra fyrir utan og þegar þeir keyrðu af vettvangi sáu vitni af hvaða tegund bíll þeirra var. Mennirnir bundu húsráðanda á höndum og fótum og ógnuðu honum með hnífi, en þegar þeir voru farnir gat hann gert vart við sig hjá nágranna sínum. Þar fékk hann hjálp og hringt var á lögreglu. Manninum var mjög brugðið eftir atburðinn og farið var með hann á slysadeild til skoðunar og aðhlynningar, en meiðsli hans eru ekki alvarleg. „Það voru litlar upplýsingar á að byggja í upphafi en það fór í gang umfangsmikil rannsókn. Við kölluðum til aukamannskap og fengum aðstoð frá sérsveit ríkislögreglustjóra," segir Árni Þór. Mikill þungi var settur í rannsóknina og leiddi umfangsmikil vinna lögreglu til þess að aðilar voru handteknir, en ekki fæst uppgefið hversu margir eru í haldi. Um kvöldmatarleytið í gærkvöldi var síðan gerð húsleit í Hafnarfirði og fundust stolnu skotvopin þar, vandlega falin. Árásarmennirnir hafa tengsl við vélhjólaklúbb sem er talinn tengjast skipulögðum glæpasamtökum og er málið litið mjög alvarlegum augum. Ekki er hægt að segja til um hvort það tengist uppgjöri í undirheimunum sem átt hefur sér stað undanfarið, en unnið verður áfram að rannsókn í dag.
Tengdar fréttir Eldri manni haldið nauðugum á heimili sínu Ráðist var inn á heimili eldri manns í Grafarvogi í dag og honum haldið þar nauðugum. Rannsókn málsins er á frumstigi en allt tiltækt lið lögreglu vann að lausn þess í dag. 1. júní 2013 18:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Sjá meira
Eldri manni haldið nauðugum á heimili sínu Ráðist var inn á heimili eldri manns í Grafarvogi í dag og honum haldið þar nauðugum. Rannsókn málsins er á frumstigi en allt tiltækt lið lögreglu vann að lausn þess í dag. 1. júní 2013 18:30