Fótbolti

Eriksson gafst upp á Dubai

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sven-Göran Eriksson.
Sven-Göran Eriksson. Nordicphotos/Getty

Sven-Göran Eriksson hefur lokið starfi sem tæknilegur ráðgjafi Al Nasr í Dubai. Svíinn entist fimm mánuði í starfinu.

Reiknað hafði verið með því að Eriksson myndi taka við starfi þjálfara liðsins eftir að samningi við Walter Zenga var sagt upp á laugardaginn.

Eriksson sagði í viðtali við þarlenda fjölmiðla að hann væri á leiðinni burt frá Dubai. Hann hefði skoðað knattspyrnuskóla, akademíur og gefið góð ráð varðandi allt sem við kæmi knattspyrnu.

„Mínu starfi er lokið. Nú þarf félagið að ákveða hvað það vill gera," sagði Eriksson sem kom til félagsins í janúar á átján mánaða samningi.

Svíinn sagði að fregnir um næsta viðkomustað sinn væru væntanlegar innan tveggja daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×