Fótbolti

Sara Björk með mark í sigri Malmö

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sara Björk fagnar hér marki með liði sínu.
Sara Björk fagnar hér marki með liði sínu. Mynd. / heimasíða Malmö

Malmö vann fínan sigur, 3-1, á Kopparbergs/Göteborg í sænsku úrvalsdeildinni í kvenna knattspyrnu.

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrsta mark liðsins þegar aðeins nokkrar mínútur voru liðnar af leikinum. Staðan var 1-0 í hálfleik en Jodie Taylor náði að jafna metin í upphafi síðari hálfleiksins.

Ramona Bachmann, leikmaður Malmö, kom síðan heimamönnum yfir á ný nokkrum mínútum síðar og það var síðan Anja Mittag sem gulltryggði sigur Malmö fimmtán mínútum fyrir leikslok.

Malmö er í öðru sæti deildarinnar með 17 stig, sex stigum á eftir Tyresö sem er í því efsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×