Eftirlit með geislavirkum efnum eflt VG skrifar 5. júní 2013 11:07 Tollstjóra barst nýverið góð viðbót við tækjabúnað embættisins. Þá afhentu fulltrúar frá Geislavörnum ríkisins embættinu til láns greiningartæki sem mæla geislavirkni í umhverfinu. Tækin verða í notkun tollvarða til reynslu í sex mánuði. Tollstjóra barst nýverið góð viðbót við tækjabúnað embættisins. Þá afhentu fulltrúar frá Geislavörnum ríkisins embættinu til láns greiningartæki sem mæla geislavirkni í umhverfinu. Tækin verða í notkun tollvarða til reynslu í sex mánuði. Eitt tækjanna, sem er fullkominn geislaskimunarbúnaður, er staðsett í bifreið embættisins. Með notkun þess búnaðar er hægt að finna og þekkja geislavirk efni úr fjarlægð. Búnaðurinn verður notaður til skimunar á flugvöllum, hafnarsvæðum og þeim stöðum öðrum, þar sem nauðsyn er talin á slíku eftirliti. Geislavarnir hafa einnig lánað embættinu litla, næma geislamæla og tollverðir munu bera slík handtæki á sér við störf sín. Á undanförnum árum hefur verið vaxandi áhersla á skimun eftir geislavirkum efnum á landamærum. Mikilvægt er að geta sýnt fram á að hérlendis sé ekki síðra eftirlit en í grannlöndum okkar, bæði til að koma í veg fyrir að flutningar um Ísland verði talin auðveld smyglleið og einnig til þess að forðast íþyngjandi ráðstafanir móttökulanda ef þeim finnst skimun ábótavant hér. Í tilkynningu frá tollinum segir að með því að nota þennan búnað sendi embætti Tollstjóra frá sér þau skilaboð, að ekki sé fýsilegt að nota íslenskar hafnir til umflutnings á geislavirkum efnum. Lán á þessum búnaði er liður í samstarfi embættis Tollstjóra og Geislavarna ríkisins. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Tollstjóra barst nýverið góð viðbót við tækjabúnað embættisins. Þá afhentu fulltrúar frá Geislavörnum ríkisins embættinu til láns greiningartæki sem mæla geislavirkni í umhverfinu. Tækin verða í notkun tollvarða til reynslu í sex mánuði. Eitt tækjanna, sem er fullkominn geislaskimunarbúnaður, er staðsett í bifreið embættisins. Með notkun þess búnaðar er hægt að finna og þekkja geislavirk efni úr fjarlægð. Búnaðurinn verður notaður til skimunar á flugvöllum, hafnarsvæðum og þeim stöðum öðrum, þar sem nauðsyn er talin á slíku eftirliti. Geislavarnir hafa einnig lánað embættinu litla, næma geislamæla og tollverðir munu bera slík handtæki á sér við störf sín. Á undanförnum árum hefur verið vaxandi áhersla á skimun eftir geislavirkum efnum á landamærum. Mikilvægt er að geta sýnt fram á að hérlendis sé ekki síðra eftirlit en í grannlöndum okkar, bæði til að koma í veg fyrir að flutningar um Ísland verði talin auðveld smyglleið og einnig til þess að forðast íþyngjandi ráðstafanir móttökulanda ef þeim finnst skimun ábótavant hér. Í tilkynningu frá tollinum segir að með því að nota þennan búnað sendi embætti Tollstjóra frá sér þau skilaboð, að ekki sé fýsilegt að nota íslenskar hafnir til umflutnings á geislavirkum efnum. Lán á þessum búnaði er liður í samstarfi embættis Tollstjóra og Geislavarna ríkisins.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira