Innlent

Ítrekað stolið af gestum á skemmtistöðum

KH skrifar
Lögreglan hvetur fólk til að hafa varann á þegar það sækir skemmtistaði heim.
Lögreglan hvetur fólk til að hafa varann á þegar það sækir skemmtistaði heim. Mynd/Daníel

Ítrekað hefur verið stolið af gestum á skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum mánuðum. Einkum á þetta við um staði í miðborginni.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ljóst að atvikin eru keimlík. Svo virðist sem þjófarnir nýti tækifærið þegar fólk setur hluti til hliðar eða lítur af þeim. Mörgum farsímum og töskum hefur til dæmis verið stolið með þessum hætti. Sama gildir líka um fatnað, en jökkum, frökkum, úlpum og öðrum yfirhöfnum fólks er einnig stolið á þennan máta á skemmtistöðum.

Þjófarnir eru einkar bíræfnir og stela bæði af fólki innanhúss og utan. Dæmi eru um mál þar sem stolið er af gestum skemmtistaða þar sem þeir bíða í biðröð eftir að vera hleypt inn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður því gesti á skemmtistöðum að vera alveg sérstaklega á varðbergi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×