Innlent

Samfylkingarmenn treysta Katrínu betur en Árna Páli

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Samkvæmt nýrri könnun MMR bera samfylkingarmenn 93,4% traust til Katrínar Jakobsdóttur, en aðeins 76,6% til Árna Páls Árnasonar.
Samkvæmt nýrri könnun MMR bera samfylkingarmenn 93,4% traust til Katrínar Jakobsdóttur, en aðeins 76,6% til Árna Páls Árnasonar. MYNDIR/ÚR SAFNI

Almenningur ber mest traust til Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, af stjórnmálamönnum landsins. Þetta kemur fram í nýlegri könnun sem MMR gerði á trausti almennings til forystufólks í stjórnmálum, en 62,5% þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni bera traust til hennar. Traust til Katrínar hefur aukist talsvert frá síðustu mælingu þegar það mældist 44,4%.

Traust til Katrínar er afgerandi, en könnunin leiddi í ljós að stuðningsfólk Samfylkingarinnar ber meira traust til hennar en formannsins, Árna Páls Árnasonar, sem mældist með 24,4% heildartraust. Í einum lið könnunarinnar var traust til forystufólksins mælt meðal stuðningsmanna flokkanna, en á meðal samfylkingarmanna nýtur Katrín 93,4% trausts en Árni Páll aðeins 76,6%.

Þá sögðust 56,2% þeirra sem tóku afstöðu bera mikið traust til Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands , og 48,8% sögðust bera traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra.

Nánari upplýsingar niðurstöður könnunarinnar er að finna hér. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×