Innlent

Afhentu Bjarna 31 þúsund undirskriftir

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Gunnar Smári Egilsson og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir afhendu Bjarna Ben undirskriftirnar í Fjármálaráðuneytinu kl 14 í dag.
Gunnar Smári Egilsson og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir afhendu Bjarna Ben undirskriftirnar í Fjármálaráðuneytinu kl 14 í dag. MYND/SÁÁ

Stjórn SÁÁ afhenti Bjarna Benediktssyni 31 þúsund undirskriftir í átakinu Betra líf í Fjármálaráðuneytinu í dag. Markmið Betra líf er að bæta lífsgæði illra staddra áfengis – og vímuefnasjúklinga og aðstandenda þeirra.

Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, segir ekki vera mörg dæmi um jafn öfluga undirskriftasöfnun á Íslandi að Icesave málinu undanskildu. Þessar góðu undirtektir eru einkar ánægjulegar sökum þess að krafan um Betra líf! er krafa um aukið réttlæti og mannúð í samfélaginu með stuðningi við þá sem verst standa. Það sýnir á samkennd og kærleikur eru sterk öfl í samfélagi okkar,” segir hann.

Átakið var kynnt fyrir jól og felur í sér áskorun til stjórnvalda um að verja 10% af áfengisgjaldinu til að byggja upp aðstoð við fólk til að komast til virkni í samfélaginu eftir meðferð. Átakið einbeitir sér ekki síst að því að finna úrræði fyrir börn sem alast upp við álag vegna mikillar ofneyslu á heimilum sínum, en talið er að 5000-7000 börn búi við skaðlegt ástand heima við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×