Innlent

Þingsetning í dag

Heimir Már Pétursson skrifar
Haldið til þings á síðasta kjörtímabili.
Haldið til þings á síðasta kjörtímabili.

Alþingi kemur saman í fyrsta skipti að loknum kosningum eftir guðsþjónustu í Dómkirkjunni í dag.

Guðsþjónustan hefst klukkan hálf tvö og um klukkan tvö ganga þingmenn úr kirkju ásamt Agnesi Sigurðardóttur biskupi Íslands og Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands, en biskup predikar í Dómkirkjunni og forsetinn setur þingið.

Venjan er að sá meirihluti sem fer með völd á Alþingi skipi jafnframt alla formenn og varaformenn fastanefnda þingsins. Brugðið var út frá þessu árið 2011 eftir breytingar á þingskaparlögum og nú er stjórnarandstöðunni boðin formennska í tveimur nefndum og varaformennska í þremur.

Aldursforseti þingsins stýrir jafnan fyrsta fundi þess en hann er Steingrímur J. Sigfússon. Hann verður fjarverandi setningu þings og því mun Einar K. Guðfinsson sem hefur næst mesta þingreynslu stýra fyrsta fundi en hann verður væntanlega einnig kosinn forseti Alþingis við þingsetningu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×