Settu himinháan verðmiða á Kára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2013 16:30 Kári fagnar marki sínu gegn Noregi í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2014. Mynd/Vilhelm „Við hugsum mjög vel um okkur. Allt í kringum liðið er tipp topp og ekkert yfir neinu að kvarta," segir miðvörðurinn Kári Árnason. Kári verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem tekur á móti Slóveníu í undankeppni HM 2014 á Laugardalsvelli annað kvöld. Kári missti af fyrri leiknum þegar hann tók út leikbann. Líklegt má telja að hann byrji á morgun enda verið reglulega í liðinu undir stjórn Lars Lagerbäck. „Ég hef enga tilfinningu fyrir því og virði ákvörðun Lars Lagerbäck. Að sjálfsögðu vona ég að ég spili eins og allir aðrir. En það er ekki hægt að búast við neinu," segir Kári um væntingar sínar til þess að byrja leikinn. Kári og félagar dvelja á Hótel Nordica og deilir Víkingurinn herbergi með Hjálmari Jónssyni, leikmanni IFK Gautaborg. „Þetta er mjög fínt. Við höfum verið saman áður og erum báðir mjög rólegir í tíðinni," segir Kári. Hann viðurkennir þó fúslega að aginn sé meiri á Hjálmari þegar kemur að því að fara að sofa. „Það er nú oftast þannig að hann þarf að segja mér að slökkva ljósin enda er hann fjölskyldumaður. Ég er í hinu hlutverkinu." Kári hefur nýlokið sínu fyrsta tímabili með Rotherham United. Liðið lék í ensku d-deildinni í vetur en tryggði sér sæti í c-deildinni. Það var töluverður léttir fyrir landsliðsmanninn. „Það hefði ekki verið jákvætt að vera fastur í League two, eða League Poo, eins og menn kalla það," segir Kári léttur. Kári fagnar marki. „Það var frábært að komast upp en það hefði verið algjör skandall hefði það ekki tekist miðað við hve miklum peningum var búið að ausa í liðið." Hann segir deildina þess eðlis að það séu ekki endilega bestu liðin sem fari upp. „Það er hart barist, vellirnir eru lélegir og dómararnir líka. Svo mætti lengi telja." Hann segir óvíst hvort hann verði áfram í herbúðum liðsins. „Ég á eitt ár eftir af samningi. Ég ætla að sjá hvað gerist í sumar. Þetta er aðeins í lausu lofti. Planið hjá liðinu er að fara aftur upp um deild. Þetta er flott félag eins og staðan er í dag, vissulega ekki það stærsta, en þeir eru að reyna að bæta úr því." Kári segir ákvörðun sína að fara til Rotherham hafa verið fjárhagslegs eðlis en hann hafi einnig litið svo á að hann væri að taka þátt í uppbyggingu. „Svo þegar maður byrjar að spila hefði maður vonað til þess að taka skrefið ofar. Það eru allir að fylgjast með enska boltanum. Það kom einhver áhugi í vetur en þeir settu einhvern verðmiða sem enginn var tilbúinn að borga. Það er leiðin til að halda í leikmenn." Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
„Við hugsum mjög vel um okkur. Allt í kringum liðið er tipp topp og ekkert yfir neinu að kvarta," segir miðvörðurinn Kári Árnason. Kári verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem tekur á móti Slóveníu í undankeppni HM 2014 á Laugardalsvelli annað kvöld. Kári missti af fyrri leiknum þegar hann tók út leikbann. Líklegt má telja að hann byrji á morgun enda verið reglulega í liðinu undir stjórn Lars Lagerbäck. „Ég hef enga tilfinningu fyrir því og virði ákvörðun Lars Lagerbäck. Að sjálfsögðu vona ég að ég spili eins og allir aðrir. En það er ekki hægt að búast við neinu," segir Kári um væntingar sínar til þess að byrja leikinn. Kári og félagar dvelja á Hótel Nordica og deilir Víkingurinn herbergi með Hjálmari Jónssyni, leikmanni IFK Gautaborg. „Þetta er mjög fínt. Við höfum verið saman áður og erum báðir mjög rólegir í tíðinni," segir Kári. Hann viðurkennir þó fúslega að aginn sé meiri á Hjálmari þegar kemur að því að fara að sofa. „Það er nú oftast þannig að hann þarf að segja mér að slökkva ljósin enda er hann fjölskyldumaður. Ég er í hinu hlutverkinu." Kári hefur nýlokið sínu fyrsta tímabili með Rotherham United. Liðið lék í ensku d-deildinni í vetur en tryggði sér sæti í c-deildinni. Það var töluverður léttir fyrir landsliðsmanninn. „Það hefði ekki verið jákvætt að vera fastur í League two, eða League Poo, eins og menn kalla það," segir Kári léttur. Kári fagnar marki. „Það var frábært að komast upp en það hefði verið algjör skandall hefði það ekki tekist miðað við hve miklum peningum var búið að ausa í liðið." Hann segir deildina þess eðlis að það séu ekki endilega bestu liðin sem fari upp. „Það er hart barist, vellirnir eru lélegir og dómararnir líka. Svo mætti lengi telja." Hann segir óvíst hvort hann verði áfram í herbúðum liðsins. „Ég á eitt ár eftir af samningi. Ég ætla að sjá hvað gerist í sumar. Þetta er aðeins í lausu lofti. Planið hjá liðinu er að fara aftur upp um deild. Þetta er flott félag eins og staðan er í dag, vissulega ekki það stærsta, en þeir eru að reyna að bæta úr því." Kári segir ákvörðun sína að fara til Rotherham hafa verið fjárhagslegs eðlis en hann hafi einnig litið svo á að hann væri að taka þátt í uppbyggingu. „Svo þegar maður byrjar að spila hefði maður vonað til þess að taka skrefið ofar. Það eru allir að fylgjast með enska boltanum. Það kom einhver áhugi í vetur en þeir settu einhvern verðmiða sem enginn var tilbúinn að borga. Það er leiðin til að halda í leikmenn."
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira