Fótbolti

Þýskur dómarakvartett

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Felix Zwayer.
Felix Zwayer. Nordicphotos/Getty

Felix Zwayer frá Þýskalandi verður í aðalhlutverki þegar Ísland tekur á móti Slóveníu í undankeppni HM 2014 annað kvöld. Zwayer fer með hlutverk dómara í leiknum mikilvæga.

Zwayer til halds og trausts á hliðarlínunni verða Detlef Scheppe og Mike Pickel. Fjórði dómari er landi þeirra Christian Dingert.

Dómaraeftirlitsmaður verður Leslie Irvine frá Norður Írlandi en eftirlitsmaður leiksins kemur frá Liechtenstein og heitir Otto Biedermann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×