Milljónasparnaður í fækkun endurkomu fanga Hjörtur Hjartarson skrifar 6. júní 2013 18:30 Nærri því helmingur allra fanga sem eru í afplánun í dag hafa mátt dúsa í fangelsi áður. Beinn kostnaður við hvern fanga er um níu milljónir króna á ári. Það er því til mikils að vinna fyrir samfélagið að fækka endurkomu fanga, segir fangelsismálastjóri. Í dag eru 169 fangar að taka út sína afplánun á Íslandi í dag. 72 af þeim hafa að minnsta kosti einu sinni setið inni sem gera um 43 prósent. Þessi var 50 prósent á sama tíma í fyrra. 48 prósent fyrir tveimur árum og 46 prósent 2010. Áætlað er að beinn kostnaður við hvern fanga sé um 25 þúsund krónur á dag, um 9 milljónir á ári. "Ef allt er reiknað, rannsókn lögreglu, kostnaður dómstóla og tjónið sem hlýst af fyrir brotaþola þá er þetta auðvitað mikið hærri tala," segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Hér á landi stendur nú yfir alþjóðleg ráðstefna þar sem meginþemað er hvernig best sé að fækka endurkomum fanga í fangelsi. Þar er einna helst horft til menntunar sem öflugan áhrifaval í þeim efnum. Að mati Páls er ekki nokkur spurning að svo sé. "Maður veit að sjálfsöryggið eykst, menn eiga auðveldara með fá vinnu og hugsanlega fara í nýjan félagsskap. Þannig að þetta skiptir að sjálfsögðu miklu máli. Við getum valið að gera þetta svona eða gert þetta eins og sumir vilja, að loka menn inn og gera ekki neitt eins og gert er í Bandaríkjunum. Þar eru líka 1000 fangar á hverja 100 þúsund íbúa en hér eru þeir 50. Þannig að við erum að gera hlutina rétt hér." En það er eitt að fækka endurkomum fanga. Hvernig gengur að fækka nýliðum? "Það er ekki eins einfalt verk enda eru þeir ekki komnir í okkar hendur. En þetta gengur ágætlega þrátt fyrir að við séum með langa biðlista," sagði Páll. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Nærri því helmingur allra fanga sem eru í afplánun í dag hafa mátt dúsa í fangelsi áður. Beinn kostnaður við hvern fanga er um níu milljónir króna á ári. Það er því til mikils að vinna fyrir samfélagið að fækka endurkomu fanga, segir fangelsismálastjóri. Í dag eru 169 fangar að taka út sína afplánun á Íslandi í dag. 72 af þeim hafa að minnsta kosti einu sinni setið inni sem gera um 43 prósent. Þessi var 50 prósent á sama tíma í fyrra. 48 prósent fyrir tveimur árum og 46 prósent 2010. Áætlað er að beinn kostnaður við hvern fanga sé um 25 þúsund krónur á dag, um 9 milljónir á ári. "Ef allt er reiknað, rannsókn lögreglu, kostnaður dómstóla og tjónið sem hlýst af fyrir brotaþola þá er þetta auðvitað mikið hærri tala," segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Hér á landi stendur nú yfir alþjóðleg ráðstefna þar sem meginþemað er hvernig best sé að fækka endurkomum fanga í fangelsi. Þar er einna helst horft til menntunar sem öflugan áhrifaval í þeim efnum. Að mati Páls er ekki nokkur spurning að svo sé. "Maður veit að sjálfsöryggið eykst, menn eiga auðveldara með fá vinnu og hugsanlega fara í nýjan félagsskap. Þannig að þetta skiptir að sjálfsögðu miklu máli. Við getum valið að gera þetta svona eða gert þetta eins og sumir vilja, að loka menn inn og gera ekki neitt eins og gert er í Bandaríkjunum. Þar eru líka 1000 fangar á hverja 100 þúsund íbúa en hér eru þeir 50. Þannig að við erum að gera hlutina rétt hér." En það er eitt að fækka endurkomum fanga. Hvernig gengur að fækka nýliðum? "Það er ekki eins einfalt verk enda eru þeir ekki komnir í okkar hendur. En þetta gengur ágætlega þrátt fyrir að við séum með langa biðlista," sagði Páll.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira