Aldrei færri kríur í Vík Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 7. júní 2013 13:04 Þórir N. Kjartasson segir kríunni hafa fækkað fjórfalt eða fimmfalt frá því þegar mest var. Hann hvetur nýjan umhverfisráðherra til að grípa til aðgerða. MYNDIR/ÞÓRIR N. KJARTANSSON Kríuvarpið í Vík í Mýrdal hefur löngum verið talið það stærsta á Íslandi. Í ár eru mun færri kríur þar en áður hefur sést. Allt útlit er fyrir að sandsíldarstofninn sé nánast hruninn. „Kríunni hefur fækkað fjórfalt eða fimmfalt frá því þegar mest var,“ segir Þórir N. Kjartasson, íbúi í Vík og fuglaáhugamaður. Hörmulegt ástand Þórir segir ástandið á fuglunum hafa verið hörmulegt síðustu ár. „Útlitið er ekki gott. Það eru svona 15 - 20 ár síðan maður fór að taka eftir fækkuninni og það er greinilegt að fuglarnir eiga í miklum vandræðum með að koma upp ungum.“ Hann telur fullvíst að fuglana vanti æti, en aðalfæða kríu og lunda er sandsíli. Tilhugalíf kríunnar ætti að standa sem hæst um þessar mundir og þá ætti hún að sjást fljúgandi fram og til baka með sandsíli í gogginum. Þórir segist ekki hafa orðið var við þetta í ár. „Krían er orpin dálítið en það er ekki góðs viti að maður sér hana ekkert flúgandi með síli.“ Lundabyggðin nánast tóm Lundinn á líka undir högg að sækja, en hann hefur verið gífurlega vinsæll meðal ferðamanna síðustu ár. Nú er sífellt erfiðara að hafa uppi á honum, en hann situr lítið uppi í lundabyggðinni. „Það er ömurlegt að horfa upp á þetta, lundabyggðin er nánast tóm. Þeir eru bara úti á sjó að reyna að fiska sér eitthvað í matinn yfir daginn og eru mun færri en síðustu ár.“ Sandsílið horfið Fyrir nokkru var skipuð nefnd sem rannsakaði hver væri orsök afleitrar afkomu lunda og annarra sjófugla. Þórir segir að niðurstaðan hafi legið beint við, sandsílið var nánast horfið. Hann segir brýna þörf á að rannsaka sandsílafækkunina, en skýringar sem nefndar hafa verið eru hlýnun sjávar, ofveiði á loðnu og vanveiði á bolfiski. „Ég legg til að nýr umhverfisráðherra skipi nefnd til að rannsaka málið. Það þarf að vita hvort það er eitthvað í mannlegu valdi sem getur breytt þessu áður en fuglarnir hreinlega hverfa alveg," segir Þórir að lokum. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Kríuvarpið í Vík í Mýrdal hefur löngum verið talið það stærsta á Íslandi. Í ár eru mun færri kríur þar en áður hefur sést. Allt útlit er fyrir að sandsíldarstofninn sé nánast hruninn. „Kríunni hefur fækkað fjórfalt eða fimmfalt frá því þegar mest var,“ segir Þórir N. Kjartasson, íbúi í Vík og fuglaáhugamaður. Hörmulegt ástand Þórir segir ástandið á fuglunum hafa verið hörmulegt síðustu ár. „Útlitið er ekki gott. Það eru svona 15 - 20 ár síðan maður fór að taka eftir fækkuninni og það er greinilegt að fuglarnir eiga í miklum vandræðum með að koma upp ungum.“ Hann telur fullvíst að fuglana vanti æti, en aðalfæða kríu og lunda er sandsíli. Tilhugalíf kríunnar ætti að standa sem hæst um þessar mundir og þá ætti hún að sjást fljúgandi fram og til baka með sandsíli í gogginum. Þórir segist ekki hafa orðið var við þetta í ár. „Krían er orpin dálítið en það er ekki góðs viti að maður sér hana ekkert flúgandi með síli.“ Lundabyggðin nánast tóm Lundinn á líka undir högg að sækja, en hann hefur verið gífurlega vinsæll meðal ferðamanna síðustu ár. Nú er sífellt erfiðara að hafa uppi á honum, en hann situr lítið uppi í lundabyggðinni. „Það er ömurlegt að horfa upp á þetta, lundabyggðin er nánast tóm. Þeir eru bara úti á sjó að reyna að fiska sér eitthvað í matinn yfir daginn og eru mun færri en síðustu ár.“ Sandsílið horfið Fyrir nokkru var skipuð nefnd sem rannsakaði hver væri orsök afleitrar afkomu lunda og annarra sjófugla. Þórir segir að niðurstaðan hafi legið beint við, sandsílið var nánast horfið. Hann segir brýna þörf á að rannsaka sandsílafækkunina, en skýringar sem nefndar hafa verið eru hlýnun sjávar, ofveiði á loðnu og vanveiði á bolfiski. „Ég legg til að nýr umhverfisráðherra skipi nefnd til að rannsaka málið. Það þarf að vita hvort það er eitthvað í mannlegu valdi sem getur breytt þessu áður en fuglarnir hreinlega hverfa alveg," segir Þórir að lokum.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira