Innlent

Gæslan fær heimild til að leigja þyrlurnar áfram

Kristján Hjálmarsson skrifar
Landhelgisgæslan hefur fengið heimild til að ganga til samninga um áframhaldandi leigu á tveimur þyrlum.
Landhelgisgæslan hefur fengið heimild til að ganga til samninga um áframhaldandi leigu á tveimur þyrlum. Mynd/Baldur Sveinsson

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra veitti í gær forsvarsmönnum Landhelgisgæslunnar heimild til þess að ganga til samninga vegna áframhaldandi leigu á tveimur björgunarþyrlum til fjögurra ára. Landhelgisgæslan hefur því gengið frá samningum vegna leigunnar, að því er segir í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu.

Með leigusamningnum hefur verið eytt þeirri óvissu sem ríkt hefur í þyrlubjörgunarmálum Landhelgisgæslunnar. Í framhaldi af þessari niðurstöðu mun ráðherranefnd um ríkisfjármál taka ákvörðun um tímasetningu útboðs vegna kaupa á langdrægum björgunarþyrlum sem framtíðarlausn í þyrlubjörgunarmálum þjóðarinnar, að því er segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×