"Ég varð fyrir höggum frá löggunni“ 7. júní 2013 18:53 Undir lok aprílmánaðar dæmdi tyrkneskur dómstóll Davíð í eins árs og tíu daga skilorðsbundið fangelsi, fyrir að hafa ætlað að flytja marmarastein úr landi, en steinninn er sagður fornmunur. Hann sat inni í eina viku og var í farbanni í mánuð. Davíð tjáir sig nú í fyrsta sinn um aðstæðurnar sem hann bjó við í fangelsinu ytra. „Þetta var svona hundrað ára gamalt; myglað, ekkert virkaði, ekkert heitt vatn og klósettið var bara hola í gólfið. Maður skrúbbaði sig bara með köldu vatni og ausu. Það voru kakkalakkar og alls konar pöddur skríðandi á manni og svo mikill raki að maður svaf aldrei í þurru rúmi og ekki var dýnan skárri,“ segir Davíð. Davíð svaf nær ekkert þá viku sem hann sat inni, enda sífellt hræddur um að samfangarnir réðust á hann. Við komuna í fangelsið tóku þeir vel á móti honum en um leið og verðirnir voru farnir var ráðist á Davíð. Serbi og Þjóðverji sem einnig sátu inni björguðu honum loks, en í átökunum meiddist Davíð illa á hendi og hefur enn ekki náð fullum styrk. „Þú færð enga læknisaðstoð. Menn eru fóbrotnir þarna í marga mánuði og það er ekkert gert,“ segir hann. Fangarnir réðust ekki oftar á hann en verðirnir voru alltaf vopnaðir. „Ég varð fyrir höggum frá löggunni aðallega á flugstöðinniog einu sinni held ég frá vörðunum. Þeir voru flestir ágætir, en helvítis hroki og ógnun alltaf í þeim, það var gallinn við þá.“ Eftir vikudvöl í fangelsinu var Davíð fluttur í svokallað Department house, rammgert hús þar sem fangar dvelja í sólarhring áður en þeim er sleppt lausum. Bíltúrinn tók um tvo tíma og allan tímann var byssu beint að andliti Davíðs. Í húsinu þurfti Davíð að eigin sögn að dúsa í klefa með hálfgeðveikum manni sem sat inni fyrir þrjú morð. Enn og aftur var því lítið um svefn og segir Davíð að ofan á allt saman hafi ungabörn grátið allan sólarhringinn í fangelsinu. Það hafi lagst á sálina, enda hafi honum orðið hugsað til sinna eigin barna. Davíð á þrjú börn og segir það hafa verið dásamlega tilfinningu að faðma þau aftur við heimkomuna undir lok marsmánaðar. Hann ætlar sér aldrei aftur til Tyrklands og hans skilaboð til allra eru að hafa varann á. Hver sem er geti lent í því sem hann lenti í. „Þetta var náttúrulega bara viðbjóður. Þeir tala um Evrópusambandið og mannréttindi en það er bara bull,“ segir Davíð. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Undir lok aprílmánaðar dæmdi tyrkneskur dómstóll Davíð í eins árs og tíu daga skilorðsbundið fangelsi, fyrir að hafa ætlað að flytja marmarastein úr landi, en steinninn er sagður fornmunur. Hann sat inni í eina viku og var í farbanni í mánuð. Davíð tjáir sig nú í fyrsta sinn um aðstæðurnar sem hann bjó við í fangelsinu ytra. „Þetta var svona hundrað ára gamalt; myglað, ekkert virkaði, ekkert heitt vatn og klósettið var bara hola í gólfið. Maður skrúbbaði sig bara með köldu vatni og ausu. Það voru kakkalakkar og alls konar pöddur skríðandi á manni og svo mikill raki að maður svaf aldrei í þurru rúmi og ekki var dýnan skárri,“ segir Davíð. Davíð svaf nær ekkert þá viku sem hann sat inni, enda sífellt hræddur um að samfangarnir réðust á hann. Við komuna í fangelsið tóku þeir vel á móti honum en um leið og verðirnir voru farnir var ráðist á Davíð. Serbi og Þjóðverji sem einnig sátu inni björguðu honum loks, en í átökunum meiddist Davíð illa á hendi og hefur enn ekki náð fullum styrk. „Þú færð enga læknisaðstoð. Menn eru fóbrotnir þarna í marga mánuði og það er ekkert gert,“ segir hann. Fangarnir réðust ekki oftar á hann en verðirnir voru alltaf vopnaðir. „Ég varð fyrir höggum frá löggunni aðallega á flugstöðinniog einu sinni held ég frá vörðunum. Þeir voru flestir ágætir, en helvítis hroki og ógnun alltaf í þeim, það var gallinn við þá.“ Eftir vikudvöl í fangelsinu var Davíð fluttur í svokallað Department house, rammgert hús þar sem fangar dvelja í sólarhring áður en þeim er sleppt lausum. Bíltúrinn tók um tvo tíma og allan tímann var byssu beint að andliti Davíðs. Í húsinu þurfti Davíð að eigin sögn að dúsa í klefa með hálfgeðveikum manni sem sat inni fyrir þrjú morð. Enn og aftur var því lítið um svefn og segir Davíð að ofan á allt saman hafi ungabörn grátið allan sólarhringinn í fangelsinu. Það hafi lagst á sálina, enda hafi honum orðið hugsað til sinna eigin barna. Davíð á þrjú börn og segir það hafa verið dásamlega tilfinningu að faðma þau aftur við heimkomuna undir lok marsmánaðar. Hann ætlar sér aldrei aftur til Tyrklands og hans skilaboð til allra eru að hafa varann á. Hver sem er geti lent í því sem hann lenti í. „Þetta var náttúrulega bara viðbjóður. Þeir tala um Evrópusambandið og mannréttindi en það er bara bull,“ segir Davíð.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira