"Ég varð fyrir höggum frá löggunni“ 7. júní 2013 18:53 Undir lok aprílmánaðar dæmdi tyrkneskur dómstóll Davíð í eins árs og tíu daga skilorðsbundið fangelsi, fyrir að hafa ætlað að flytja marmarastein úr landi, en steinninn er sagður fornmunur. Hann sat inni í eina viku og var í farbanni í mánuð. Davíð tjáir sig nú í fyrsta sinn um aðstæðurnar sem hann bjó við í fangelsinu ytra. „Þetta var svona hundrað ára gamalt; myglað, ekkert virkaði, ekkert heitt vatn og klósettið var bara hola í gólfið. Maður skrúbbaði sig bara með köldu vatni og ausu. Það voru kakkalakkar og alls konar pöddur skríðandi á manni og svo mikill raki að maður svaf aldrei í þurru rúmi og ekki var dýnan skárri,“ segir Davíð. Davíð svaf nær ekkert þá viku sem hann sat inni, enda sífellt hræddur um að samfangarnir réðust á hann. Við komuna í fangelsið tóku þeir vel á móti honum en um leið og verðirnir voru farnir var ráðist á Davíð. Serbi og Þjóðverji sem einnig sátu inni björguðu honum loks, en í átökunum meiddist Davíð illa á hendi og hefur enn ekki náð fullum styrk. „Þú færð enga læknisaðstoð. Menn eru fóbrotnir þarna í marga mánuði og það er ekkert gert,“ segir hann. Fangarnir réðust ekki oftar á hann en verðirnir voru alltaf vopnaðir. „Ég varð fyrir höggum frá löggunni aðallega á flugstöðinniog einu sinni held ég frá vörðunum. Þeir voru flestir ágætir, en helvítis hroki og ógnun alltaf í þeim, það var gallinn við þá.“ Eftir vikudvöl í fangelsinu var Davíð fluttur í svokallað Department house, rammgert hús þar sem fangar dvelja í sólarhring áður en þeim er sleppt lausum. Bíltúrinn tók um tvo tíma og allan tímann var byssu beint að andliti Davíðs. Í húsinu þurfti Davíð að eigin sögn að dúsa í klefa með hálfgeðveikum manni sem sat inni fyrir þrjú morð. Enn og aftur var því lítið um svefn og segir Davíð að ofan á allt saman hafi ungabörn grátið allan sólarhringinn í fangelsinu. Það hafi lagst á sálina, enda hafi honum orðið hugsað til sinna eigin barna. Davíð á þrjú börn og segir það hafa verið dásamlega tilfinningu að faðma þau aftur við heimkomuna undir lok marsmánaðar. Hann ætlar sér aldrei aftur til Tyrklands og hans skilaboð til allra eru að hafa varann á. Hver sem er geti lent í því sem hann lenti í. „Þetta var náttúrulega bara viðbjóður. Þeir tala um Evrópusambandið og mannréttindi en það er bara bull,“ segir Davíð. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Undir lok aprílmánaðar dæmdi tyrkneskur dómstóll Davíð í eins árs og tíu daga skilorðsbundið fangelsi, fyrir að hafa ætlað að flytja marmarastein úr landi, en steinninn er sagður fornmunur. Hann sat inni í eina viku og var í farbanni í mánuð. Davíð tjáir sig nú í fyrsta sinn um aðstæðurnar sem hann bjó við í fangelsinu ytra. „Þetta var svona hundrað ára gamalt; myglað, ekkert virkaði, ekkert heitt vatn og klósettið var bara hola í gólfið. Maður skrúbbaði sig bara með köldu vatni og ausu. Það voru kakkalakkar og alls konar pöddur skríðandi á manni og svo mikill raki að maður svaf aldrei í þurru rúmi og ekki var dýnan skárri,“ segir Davíð. Davíð svaf nær ekkert þá viku sem hann sat inni, enda sífellt hræddur um að samfangarnir réðust á hann. Við komuna í fangelsið tóku þeir vel á móti honum en um leið og verðirnir voru farnir var ráðist á Davíð. Serbi og Þjóðverji sem einnig sátu inni björguðu honum loks, en í átökunum meiddist Davíð illa á hendi og hefur enn ekki náð fullum styrk. „Þú færð enga læknisaðstoð. Menn eru fóbrotnir þarna í marga mánuði og það er ekkert gert,“ segir hann. Fangarnir réðust ekki oftar á hann en verðirnir voru alltaf vopnaðir. „Ég varð fyrir höggum frá löggunni aðallega á flugstöðinniog einu sinni held ég frá vörðunum. Þeir voru flestir ágætir, en helvítis hroki og ógnun alltaf í þeim, það var gallinn við þá.“ Eftir vikudvöl í fangelsinu var Davíð fluttur í svokallað Department house, rammgert hús þar sem fangar dvelja í sólarhring áður en þeim er sleppt lausum. Bíltúrinn tók um tvo tíma og allan tímann var byssu beint að andliti Davíðs. Í húsinu þurfti Davíð að eigin sögn að dúsa í klefa með hálfgeðveikum manni sem sat inni fyrir þrjú morð. Enn og aftur var því lítið um svefn og segir Davíð að ofan á allt saman hafi ungabörn grátið allan sólarhringinn í fangelsinu. Það hafi lagst á sálina, enda hafi honum orðið hugsað til sinna eigin barna. Davíð á þrjú börn og segir það hafa verið dásamlega tilfinningu að faðma þau aftur við heimkomuna undir lok marsmánaðar. Hann ætlar sér aldrei aftur til Tyrklands og hans skilaboð til allra eru að hafa varann á. Hver sem er geti lent í því sem hann lenti í. „Þetta var náttúrulega bara viðbjóður. Þeir tala um Evrópusambandið og mannréttindi en það er bara bull,“ segir Davíð.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira