Innlent

Hljóp með pabba

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Fjölmargir voru samankomnir við Flataskóla í Garðabæ þegar hlaupið þar fór af stað klukkan tvö í dag og voru feðginin Embla Rún Ragnarsdóttir og Ragnar F.Jónasson á meðal hlaupara.
Fjölmargir voru samankomnir við Flataskóla í Garðabæ þegar hlaupið þar fór af stað klukkan tvö í dag og voru feðginin Embla Rún Ragnarsdóttir og Ragnar F.Jónasson á meðal hlaupara.

Kvennahlaup ÍSÍ fór fram um land allt í dag og var mikill hlaupahugur í konum. Lítill hlaupari var á því að það sé skemmtilegt að taka þátt þó að svolítið stress fylgi hlaupinu.

Þetta var í tuttugasta og fjórða skipti sem hlaupið er haldið og fór það fram á yfir 80 stöðum víðsvegar um landið í dag og á 17 stöðum erlendis. Markmið hlaupsins er að hvetja konur til þess að hreyfa sig og stunda heilbrigt líferni.

Fjölmargir voru samankomnir við Flataskóla í Garðabæ þegar hlaupið þar fór af stað klukkan tvö í dag og voru feðginin Embla Rún Ragnarsdóttir og Ragnar F.Jónasson á meðal hlaupara. Ragnar var að hlaupa sitt fyrsta Kvennahlaup, en það ákvað hann að gera til þess að styðja dóttur sína, eiginkonu og allar aðrar konur landsins.

Honum leist mjög vel á þetta allt saman þegar fréttastofa talaði við hann áður en hlaupið hófst.

Dóttir hans Embla Rún, sem er þriggja ára, sagði í viðtali við fréttastofu að hún ætlaði nú bara að labba hægt og fannst alls ekki góð hugmynd að skilja pabba eftir með því að hlaupa á undan honum. Hún var sammála því að það þyrfti að passa upp á karlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×