Innlent

Ölvaður ökumaður ók út í grýtt hraun

Lögreglan við skyldustörf.
Lögreglan við skyldustörf.

Lögreglunni í Hafnarfirði var tilkynnt um að bíl hefði verið ekið út í grýtta gjótu í Ásahverfinu klukkan tvö í nótt. Þegar lögreglan kom á vettvang var ökumaðurinn á bak og burt.

Skömmu síðar var  19 ára piltur handtekinn skammt frá heimili skráðs eiganda.  Hann var í mjög annarlegu ástandi og gistir fangageymslu eftir skoðun á slysadeild.

Pilturinn hafði lemstrast lítillega við útafaksturinn.  Hann hafði aldrei öðlast ökuréttindi.

Tveir ökumenn að auki voru teknir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í nótt.

Tveir karlmenn á fertugs - og fimmtugsaldri sofa svo úr sér áfengisvímu í fangageymslu vegna heimilisófriðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×