Fótbolti

Thiago Silva: Myndum bjóða Rooney velkominn til Parísar

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Rooney virðist vera á förum frá Manchester United í sumar
Rooney virðist vera á förum frá Manchester United í sumar

Thiago Silva  leikmaður PSG í Frakklandi og landsliðsfyrirliði Brasilíu hefur gefið það til kynna að Wayne Rooney, leikmaður Manchester United,  yrði boðinn velkominn til liðsins ef svo færi að Parísarliðið myndi næla sér í hann í sumar.

Mikið hefur verið rætt um hugsanlegt brotthvarf Rooney frá United í sumar og segir Silva að leikmaður eins og Rooney myndi styrkja hvaða lið sem er.

"Hann yrði frábær viðbót í liðið. Ég elska hann sem leikmann. Honum tekst alltaf að skora þegar ég spila gegn honum og það er gríðarlega erfitt að eiga við hann.  Það yrði frábært ef við myndum ná að kaupa hann," sagði Thiago Silva.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×