Lýður sektaður Þorgils Jónsson skrifar 30. maí 2013 19:03 Lýður Guðmundsson og verjandi hans Gestur Jónsson (til hægri) Mynd/ Stefán Karlsson Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Exista, var í hérðasdómi Reykjavíkur í dag fundinn sekur um brot á hlutafélagalögum vegna hlutafjáraukningar í félaginu í desember 2008. Lýður og Bjarnfreður Ólafsson hæstaréttarlögmaður voru hins vegar sýknaðir af ákæru um að hafa villt um fyrir Fyrirtækjaskrá. Sektardómurinn kveður á um að Lýður greiði tveggja milljóna króna sekt, en saksóknari hafði krafist átján mánaða fangelsis. Málið snýst um hlutafjáraukningu í Exista upp á fimmtíu milljarða króna að nafnvirði, en fyrir þann hlut greiddi BBR ehf., félag í eigu Lýðs og Ágústs bróður hans sem voru stærstu eigendur Exista, andvirði eins milljarðs króna í hluta í undirfélagi BBR að nafni Kvakkur. Sagði saksóknari við aðalmeðferð málsins að eini tilgangurinn með þessari fléttu hafi verið að tryggja bræðrunum, sem oftast eru kenndir við Bakkavör, áframhaldandi yfirráð yfir félaginu, en Nýja Kaupþing hafði áður opinberað áform um að taka félagið yfir. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að Lýður hafi, sem stjórnarformaður BBR, brotið vísvitandi gegn ákvæðum hlutafjárlaga með því að greiða Exista minna en nafnverð fyrir hlutinn. Í seinni ákæruliðnum, þar sem Lýði og Bjarnfreði Ólafssyni var gefið að sök að hafa skýrt vísvitandi rangt og villandi frá sölunni með tilkynningu til fyrirtækjaskrár, voru þeir báðir sýknaðir. Ekki er talið sannað að Lýður hafi komið að tilkynningunni. Bjarnfreður bar fyrir dómi að hann hafi haft efasemdir um að kaupin stæðust en tilkynningin hafi verið rétt, þar sem stjórn Exista hafi samþykkt gjörninginn. Dómurinn tekur undir það sjónarmið og segir tilkynninguna, ásamt meðfylgjandi skýrslu endurskoðenda, hafa skýrt rétt frá kaupunum. Gestur Jónsson verjandi Lýðs vildi ekki tjá sig um dóminn, en svaraði því til að ekki hafi verið ákveðið hvort dómnum yrði áfrýjað. Þorsteinn Einarsson, verjandi Bjarnfreðs, fagnar niðurstöðunni sem er afdráttarlaus og skýr að hans mati. Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sjá meira
Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Exista, var í hérðasdómi Reykjavíkur í dag fundinn sekur um brot á hlutafélagalögum vegna hlutafjáraukningar í félaginu í desember 2008. Lýður og Bjarnfreður Ólafsson hæstaréttarlögmaður voru hins vegar sýknaðir af ákæru um að hafa villt um fyrir Fyrirtækjaskrá. Sektardómurinn kveður á um að Lýður greiði tveggja milljóna króna sekt, en saksóknari hafði krafist átján mánaða fangelsis. Málið snýst um hlutafjáraukningu í Exista upp á fimmtíu milljarða króna að nafnvirði, en fyrir þann hlut greiddi BBR ehf., félag í eigu Lýðs og Ágústs bróður hans sem voru stærstu eigendur Exista, andvirði eins milljarðs króna í hluta í undirfélagi BBR að nafni Kvakkur. Sagði saksóknari við aðalmeðferð málsins að eini tilgangurinn með þessari fléttu hafi verið að tryggja bræðrunum, sem oftast eru kenndir við Bakkavör, áframhaldandi yfirráð yfir félaginu, en Nýja Kaupþing hafði áður opinberað áform um að taka félagið yfir. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að Lýður hafi, sem stjórnarformaður BBR, brotið vísvitandi gegn ákvæðum hlutafjárlaga með því að greiða Exista minna en nafnverð fyrir hlutinn. Í seinni ákæruliðnum, þar sem Lýði og Bjarnfreði Ólafssyni var gefið að sök að hafa skýrt vísvitandi rangt og villandi frá sölunni með tilkynningu til fyrirtækjaskrár, voru þeir báðir sýknaðir. Ekki er talið sannað að Lýður hafi komið að tilkynningunni. Bjarnfreður bar fyrir dómi að hann hafi haft efasemdir um að kaupin stæðust en tilkynningin hafi verið rétt, þar sem stjórn Exista hafi samþykkt gjörninginn. Dómurinn tekur undir það sjónarmið og segir tilkynninguna, ásamt meðfylgjandi skýrslu endurskoðenda, hafa skýrt rétt frá kaupunum. Gestur Jónsson verjandi Lýðs vildi ekki tjá sig um dóminn, en svaraði því til að ekki hafi verið ákveðið hvort dómnum yrði áfrýjað. Þorsteinn Einarsson, verjandi Bjarnfreðs, fagnar niðurstöðunni sem er afdráttarlaus og skýr að hans mati.
Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sjá meira