Innlent

Frönsk skonnorta kemur í höfn

Skonnortan er sömu gerðar og þær, sem sóttu Íslandsmið í tuga- og jafnvel hundraðatali frá Bretanskaga og Normandí á nítjándu öld.
Skonnortan er sömu gerðar og þær, sem sóttu Íslandsmið í tuga- og jafnvel hundraðatali frá Bretanskaga og Normandí á nítjándu öld. Karl Georg Karlsson

Frönsk tvímastra skonnorta í eigu franska sjóhersins kom til Reykjavíkurhafnar í gærkvöldi og hlaut veglegar móttökur Gæslunnar og áhugamanna um þessi skip.

Hún er sömu gerðar og skonnorturnar, sem sóttu Íslandsmið í tuga- og jafnvel hundraðatali frá Bretanskaga og Normandí á nítjándu öld og fram á þá tuttugustu, og stunduðu hér fiskveiðar. Margar þeirra fórust í stórviðrum og reistu Frakkar þrjá spítala hér á landi til að þjónusta skipverja, ef þeir veiktust um borð. Skonnortan verður til sýnis í Reykjavíkurhöfn um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×