Innlent

Sparaksturskeppni hefst

Sparakstur. (Myndin tengist þessari frétt ekki með beinum hætti.)
Sparakstur. (Myndin tengist þessari frétt ekki með beinum hætti.)

25 nýir bílar leggja af stað frá Reykjavík klukkan níu í sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu , áleiðis til Akureyrar.

Bæjarstjóri Akureyrar og ferðamálastjóri munu ræsa keppnina. Ökumenn mega ekki fara yfir löglegan hámarkshraða og því biðja aðstandendur keppninnar vegfarendur að sýna keppendum tillitssemi, þar sem almennur ökuhraði á leiðinni mun að jafnaði vera nokkuð hærri. Þegar til Akureyrar kemur verður efnt til bílasýningar á Glerártorgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×