Fótbolti

Beckham íhugar að stofna lið í Miami

Þegar David Beckham byrjaði að spila í Bandaríkjunum á sínum tíma talaði hann um þann möguleika að eiga síðar lið í MLS-deildinni. Það mál er nú farið á fullt þar sem Beckham er hættur að spila.

Beckham var klókur og setti í samninginn sinn við LA Galaxy á sínum tíma að hann mætti stofna lið fyrir 25 milljónir dollara en það kostar 100 milljónir dollara fyrir aðra.

Enska goðsögnin horfir til þess að vera með lið í Miami og þangað fór hann í gær til fundar við hugsanlega samstarfsaðila.

Beckham fékk höfðinglegar móttökur í Miami og skellti sér svo á leik Miami Heat og Indiana Pacers í NBA-deildinni en Beckham er mikill körfuboltaáhugamaður og var fastagestur á leikjum LA Lakers.

Hann hefur ekki ákveðið að vera með lið í Miami þó svo það sé ekkert knattspyrnulið í Flórída. Beckham er einnig að skoða aðra staði en hann má þó ekki byrja með lið í New York samkvæmt samningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×