Innlent

Handtekinn tvisvar á sama klukkutíma

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum handtók sama manninn tvisvar á sama klukkutímanum í gærkvöldi.
Lögreglan á Suðurnesjum handtók sama manninn tvisvar á sama klukkutímanum í gærkvöldi. MYND/ÚR SAFNI

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöldi sama manninn tvisvar sinnum á sama klukkutímanum vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna.



Lögreglan hafði fyrst afskipti af manninun um hálf ellefu leitið í gærkvöldi, þar sem bifreið hans rásaði talsvert. Maðurinn, sem er rúmlega þrítugur, bar merki fíkniefnaneyslu og var því handtekinn. Sýnatökur leiddu í ljós að maðurinn var undir áhrifum kannabisefna. Vinur hans mætti þá á lögreglustöðina, fékk bíllyklana afhenda og tók við akstri bifreiðarinnar.



Samskiptum mannsins við lögreglu var þó ekki lokið það kvöldið, en rúmri klukustund síðar stöðvaði lögregla manninn aftur þar sem hann ók bifreið sinni Grindavíkuveg. Þá var hann handtekinn aftur og færður á lögreglustöð. Þar undirgekkst hann sama ferli, en bílnum var ekið í stæði á bak við lögreglustöðina og aðalvaktstjóri tók bíllyklana til geymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×