Enski boltinn

Van Persie sendi Piers Morgan áritaða mynd af sér

Van Persie hefur fengið mikið hrós fyrir uppátækið í dag.
Van Persie hefur fengið mikið hrós fyrir uppátækið í dag.

Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan á CNN hefur verið óþreytandi í því í allan vetur að urða yfir Robin van Persie, leikmann Man. Utd.

Morgan er harður stuðningsmaður Arsenal og var allt annað en kátur þegar félagið hans ákvað að selja Van Persie til United. Sú gremja breyttist síðan í hreina ógleði er United varð meistari á dögunum.

Van Persie hefur látið það eiga sig að svara Morgan á Twitter í vetur en sendi honum góða gjöf sem barst til sjónvarpsmannsins í dag.

Þar var árituð mynd af Van Persie að kyssa bikarinn. Hollendingurinn skrifaði svo á myndina skilaboð til Morgan þar sem hann þakkaði fyrir allan stuðninginn. Fyrir vikið væri sigurinn enn sætari.

Morgan hefur tekið uppátækinu að auðmýkt þó svo hann segist ætla að geyma myndina inn á salerni á heimili sínu í Beverly Hills.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×