Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Breiðablik 4-1 | Eyjamenn með fullt hús Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 12. maí 2013 16:15 Mynd/Daníel Eyjamenn eru með fullt hús í Pepsi-deild karla eftir 4-1 sigur á Breiðabliki í Vestmannaeyjum í kvöld. Hermann Hreiðarsson hefur því stýrt sínu liði til sigurs í fyrstu tveimur leikjum sínum sem þjálfari í Pepsi-deildinni. Bradley Simmonds skoraði tvö marka Eyjamanna og þeir Tonny Mawejje og Ragnar Pétursson innsigluðu síðan sigurinn á lokakafalnum. Eyjamenn börðust gríðarlega fyrir sigrinum í þessum leik og þrátt fyrir að þeir höfðu vissulega heppnina með sér nokkrum sinnum þá var sigur þeirra uppskera mikillar vinnu og baráttu út um allan völl. Bradley Simmonds kom ÍBV 1-0 eftir aðeins þriggja mínútna leik með flottu skoti frá vítateig eftir sendingu frá Gunnari Má Guðmundssyni. Þannig var staðan þar til að Simmonds skoraði aftur á 61. mínútu nú með viðstöðulausu skoti eftir sendingu frá Tonny Mawejje en í milliítíðinni áttu Blikar meðal annars tvö skot í slá Eyjamarksins. Kristinn Jónsson varð síðan fyrstur til þess að skora hjá David James í sumar þegar hann skoraði með stórkostlegu skoti á 78. mínútu eftir að hafa fengið boltann fyrir utan teig eftir hornspyrnu. Átján mínútum áður hafði Sverrir Ingi Ingason fengið kjörið tækifæri en vítaspyrna hans small í stönginni. David James kom ekki við boltann en fór í rétt horn. Eyjamenn skoruðu síðan tvö mörk í uppbótartíma leiksins. Tonny Mawejje skoraði þriðja markið þegar hann skoraði með góðu skoti fyrir utan teig eftir að hafa stolið boltanum af sofandi leikmönnum Blika en fjórða markið skoraði síðan varamaðurinn Ragnar Pétursson eftir óeigingjarna sendingu frá Matt Garner. Bradley Simmonds einn af Englendingunum í liði ÍBV átti mjög góðan leik í dag og er það algjörlega andstæðan við fyrsta leik hans fyrir félagið um síðustu helgi. Hann skoraði tvö mörk í leiknum en mörkin voru keimlík, bæði innanfótar og viðstöðulaus eftir sendingar frá kantinum. Eyjamenn áttu sigurinn skilinn en þeir spiluðu flottan fótbolta í dag, af sama skapi áttu leikmenn Blika ekki góðan leik. Árni Vilhjálmsson leikmaður fyrstu umferðarinnar átti mjög dapran leik skapaði sér engin færi. Breiðablik fékk vítaspyrnu í stöðunni 1-0 eftir að Ian Jeffs braut á Renee Troost, Sverrir Ingi brenndi af vítinu en hann skaut boltanum í stöngina. Blikar sóttu mikið af marki Eyjamanna í leiknum og var það markstöngunum að þakka að þeir skoruðu ekki fyrr en á 78. mínútu þegar skot Kristins Jónssonar söng í netinu eftir hornspyrnu frá Guðjóni Pétri Lýðssyni. Blikar misstu tökin á leiknum eftir markið og fóru Eyjamenn að skapa sér fleiri færi. Hermann Hreiðarsson skipti Aaron Spear og Ragnari Péturssyni inn á völlinn þegar nokkrar mínútur voru eftir. Í uppbótartíma komu svo mörkin sem höfðu legið í loftinu seinustu mínúturnar en þá skoruðu Tonny Mawejje og Ragnar Pétursson mörk með tveggja mínútna millibili og 4-1 sigur Eyjamanna því staðreynd. Ljóst er að ef Eyjamenn halda svona spilamennsku það sem eftir er af mótinu þá verða þeir í toppbaráttunni, Blikar eiga hinsvegar mikið inni en þeir fá Skagamenn í heimsókn í næstu umferð á meðan Eyjamenn mæta FH-ingum í Kaplakrika. Eiður Aron: Vorum mikið sterkari líkamlega„Ég er mjög sáttur og þetta var mjög gaman,“ sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson í leikslok. Eiður stóð vörðinn mjög vel í vörn Eyjamanna sem unnu öruggan 4-1 á Blikum í dag. „Mér fannst við mikið sterkari líkamlega, við unnum alla skallabolta og vorum mikið sterkari,“ bætti Eiður svo við en hann og Brynjar Gauti áttu mjög góðan leik í hjarta varnarinnar hjá Eyjamönnum í dag. Eiður sagði að það hafi komið stress á liðið þegar Kristinn Jónsson minnkaði muninn en sagði svo „við héldum það út og fengum góð tvö mörk í viðbót,“ en Ragnar Pétursson og Tonny Mawejje bættu við tveimur mörkum í uppbótartíma. Ólafur Kristjáns: Eyjamenn áttu sigurinn skilinn„Ég er vonsvikinn að tapa leiknum, Eyjamenn áttu sigurinn skilinn þegar maður gerir leikinn upp. Þeir voru duglegri í að nýta sér færin sem þeir fengu,“ sagði Ólafur Kristjánsson eftir tap sinna manna gegn sterkum Eyjamönnum í dag. „Við vorum of fljótir að gefa langa bolta fram í staðinn fyrir að spila boltanum í svæðin og nota breiddina. Það vantaði þolinmæði þar. Þegar við komumst upp á Eyjamennina þá vantaði að teyma þá, við vorum of bráðir,“ sagði Ólafur en Breiðablik vann fyrsta leik sinn 4-1 gegn Þór á Kópavogsvellinum. „Þegar vítaspyrnan kemur þá er það kjörið tækifæri til þess að jafna en það fór ekki þannig og þeir gengu á lagið,“ sagði Ólafur að lokum en Sverrir Ingi brenndi af víti í stöðunni 1-0, þá brunuðu Eyjamenn í sókn og komust tveimur mörkum yfir. Hermann: Gefur hópnum sjálfstraut„Ég er vissulega ánægður með sigurinn, þetta eru 3 stig og sigur gegn sterku liði Breiðabliks,“ sagði Hermann Hreiðarsson eftir leik sinna manna í dag, Hermann fagnaði vel og innilega á hliðarlínunni í þegar Tonny Mawejje kom Eyjamönnum í 3-1 undir lok leiksins. „Þetta eru tvö sterk lið ÍA og Blikar en þetta hefur vissulega verið erfið byrjun og gefur hópnum sjálfstraust,“ bætti hann við en Eyjaliðið hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Pepsi-deildinni. „Þetta var spennuleikur og ef það munar einu marki þá er maður spenntur, það hefð verið glatað að tapa niður tveggja marka forskoti og það var mikilvægt að ná inn þriðja og fjórða markinu,“ sagði Hermann en hann var augljóslega mjög ánægður með 4-1 sigur sinna manna. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Eyjamenn eru með fullt hús í Pepsi-deild karla eftir 4-1 sigur á Breiðabliki í Vestmannaeyjum í kvöld. Hermann Hreiðarsson hefur því stýrt sínu liði til sigurs í fyrstu tveimur leikjum sínum sem þjálfari í Pepsi-deildinni. Bradley Simmonds skoraði tvö marka Eyjamanna og þeir Tonny Mawejje og Ragnar Pétursson innsigluðu síðan sigurinn á lokakafalnum. Eyjamenn börðust gríðarlega fyrir sigrinum í þessum leik og þrátt fyrir að þeir höfðu vissulega heppnina með sér nokkrum sinnum þá var sigur þeirra uppskera mikillar vinnu og baráttu út um allan völl. Bradley Simmonds kom ÍBV 1-0 eftir aðeins þriggja mínútna leik með flottu skoti frá vítateig eftir sendingu frá Gunnari Má Guðmundssyni. Þannig var staðan þar til að Simmonds skoraði aftur á 61. mínútu nú með viðstöðulausu skoti eftir sendingu frá Tonny Mawejje en í milliítíðinni áttu Blikar meðal annars tvö skot í slá Eyjamarksins. Kristinn Jónsson varð síðan fyrstur til þess að skora hjá David James í sumar þegar hann skoraði með stórkostlegu skoti á 78. mínútu eftir að hafa fengið boltann fyrir utan teig eftir hornspyrnu. Átján mínútum áður hafði Sverrir Ingi Ingason fengið kjörið tækifæri en vítaspyrna hans small í stönginni. David James kom ekki við boltann en fór í rétt horn. Eyjamenn skoruðu síðan tvö mörk í uppbótartíma leiksins. Tonny Mawejje skoraði þriðja markið þegar hann skoraði með góðu skoti fyrir utan teig eftir að hafa stolið boltanum af sofandi leikmönnum Blika en fjórða markið skoraði síðan varamaðurinn Ragnar Pétursson eftir óeigingjarna sendingu frá Matt Garner. Bradley Simmonds einn af Englendingunum í liði ÍBV átti mjög góðan leik í dag og er það algjörlega andstæðan við fyrsta leik hans fyrir félagið um síðustu helgi. Hann skoraði tvö mörk í leiknum en mörkin voru keimlík, bæði innanfótar og viðstöðulaus eftir sendingar frá kantinum. Eyjamenn áttu sigurinn skilinn en þeir spiluðu flottan fótbolta í dag, af sama skapi áttu leikmenn Blika ekki góðan leik. Árni Vilhjálmsson leikmaður fyrstu umferðarinnar átti mjög dapran leik skapaði sér engin færi. Breiðablik fékk vítaspyrnu í stöðunni 1-0 eftir að Ian Jeffs braut á Renee Troost, Sverrir Ingi brenndi af vítinu en hann skaut boltanum í stöngina. Blikar sóttu mikið af marki Eyjamanna í leiknum og var það markstöngunum að þakka að þeir skoruðu ekki fyrr en á 78. mínútu þegar skot Kristins Jónssonar söng í netinu eftir hornspyrnu frá Guðjóni Pétri Lýðssyni. Blikar misstu tökin á leiknum eftir markið og fóru Eyjamenn að skapa sér fleiri færi. Hermann Hreiðarsson skipti Aaron Spear og Ragnari Péturssyni inn á völlinn þegar nokkrar mínútur voru eftir. Í uppbótartíma komu svo mörkin sem höfðu legið í loftinu seinustu mínúturnar en þá skoruðu Tonny Mawejje og Ragnar Pétursson mörk með tveggja mínútna millibili og 4-1 sigur Eyjamanna því staðreynd. Ljóst er að ef Eyjamenn halda svona spilamennsku það sem eftir er af mótinu þá verða þeir í toppbaráttunni, Blikar eiga hinsvegar mikið inni en þeir fá Skagamenn í heimsókn í næstu umferð á meðan Eyjamenn mæta FH-ingum í Kaplakrika. Eiður Aron: Vorum mikið sterkari líkamlega„Ég er mjög sáttur og þetta var mjög gaman,“ sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson í leikslok. Eiður stóð vörðinn mjög vel í vörn Eyjamanna sem unnu öruggan 4-1 á Blikum í dag. „Mér fannst við mikið sterkari líkamlega, við unnum alla skallabolta og vorum mikið sterkari,“ bætti Eiður svo við en hann og Brynjar Gauti áttu mjög góðan leik í hjarta varnarinnar hjá Eyjamönnum í dag. Eiður sagði að það hafi komið stress á liðið þegar Kristinn Jónsson minnkaði muninn en sagði svo „við héldum það út og fengum góð tvö mörk í viðbót,“ en Ragnar Pétursson og Tonny Mawejje bættu við tveimur mörkum í uppbótartíma. Ólafur Kristjáns: Eyjamenn áttu sigurinn skilinn„Ég er vonsvikinn að tapa leiknum, Eyjamenn áttu sigurinn skilinn þegar maður gerir leikinn upp. Þeir voru duglegri í að nýta sér færin sem þeir fengu,“ sagði Ólafur Kristjánsson eftir tap sinna manna gegn sterkum Eyjamönnum í dag. „Við vorum of fljótir að gefa langa bolta fram í staðinn fyrir að spila boltanum í svæðin og nota breiddina. Það vantaði þolinmæði þar. Þegar við komumst upp á Eyjamennina þá vantaði að teyma þá, við vorum of bráðir,“ sagði Ólafur en Breiðablik vann fyrsta leik sinn 4-1 gegn Þór á Kópavogsvellinum. „Þegar vítaspyrnan kemur þá er það kjörið tækifæri til þess að jafna en það fór ekki þannig og þeir gengu á lagið,“ sagði Ólafur að lokum en Sverrir Ingi brenndi af víti í stöðunni 1-0, þá brunuðu Eyjamenn í sókn og komust tveimur mörkum yfir. Hermann: Gefur hópnum sjálfstraut„Ég er vissulega ánægður með sigurinn, þetta eru 3 stig og sigur gegn sterku liði Breiðabliks,“ sagði Hermann Hreiðarsson eftir leik sinna manna í dag, Hermann fagnaði vel og innilega á hliðarlínunni í þegar Tonny Mawejje kom Eyjamönnum í 3-1 undir lok leiksins. „Þetta eru tvö sterk lið ÍA og Blikar en þetta hefur vissulega verið erfið byrjun og gefur hópnum sjálfstraust,“ bætti hann við en Eyjaliðið hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Pepsi-deildinni. „Þetta var spennuleikur og ef það munar einu marki þá er maður spenntur, það hefð verið glatað að tapa niður tveggja marka forskoti og það var mikilvægt að ná inn þriðja og fjórða markinu,“ sagði Hermann en hann var augljóslega mjög ánægður með 4-1 sigur sinna manna.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira