Innlent

Ákærður fyrir brot gegn þroskaheftum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karl Vignir Þorsteinsson er ákærður fyrir brot gegn fjórum þroskaheftum einstaklingum.
Karl Vignir Þorsteinsson er ákærður fyrir brot gegn fjórum þroskaheftum einstaklingum. Mynd/ Anton.
Þau fjögur brot sem Karl Vignir Þorsteinsson er ákærður fyrir snerta öll þroskaskerta einstaklinga. DV greindi frá þessu en heimildir Vísis herma hið sama. Aðalmeðferð málsins gegn Karli Vigni verður haldið áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.

Í 194. grein kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga segir eftirfarandi:

„Það telst einnig nauðgun og varðar sömu refsingu og mælt er fyrir um í 1. mgr. að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans“.

Karl Vignir var handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald eftir að Kastljósið á RÚV fjallaði um brot hans í byrjun árs. Talið er að brotasaga hans spanni fjölmarga áratugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×