Íslenski boltinn

Arnar Már lánaður til Ólafsvíkur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arnar Már Björgvinsson skorar hér fyrir Beiðablik á síðasta tímabili.
Arnar Már Björgvinsson skorar hér fyrir Beiðablik á síðasta tímabili. Mynd/Ernir
Víkingur Ólafsvík hefur fengið sóknarmanninn Arnar Má Björgvinsson lánaðan frá Breiðabliki. Lokað verður fyrir félagaskipti á Íslandi í lok dagsins.

Arnar Már hefur verið utan hóps hjá Blikum í upphafi leiktíðar en gæti nýst Víkingi Ólafsvík vel í sumar. Nýliðarnir eru með þunnskipaðan hóp og hafa byrjað leiktíðina á tveimur töpum.

Arnar Már skoraði þrjú mörk með tólf leikjum í Pepsi-deild karla síðastliðið sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×