Innlent

Krókódíl stolið frá Mosfellsbæ

Útskornum krókódíl úr timbri var stolið frá læstu geymslusvæði við áhaldahúsið í Mosfellsbæ fyrir skemmstu. Lýst er eftir krókódílnum á Facebook-síðu Mosfellsbæjar en þar segir að krókódíllinn sé leiktæki fyrir yngri kynslóðina og átti að setja hann í Ævintýragarðinn til að gleðja börnin.

„Hann er ansi stór og þungur þannig að það ætti ekki að fara milli mála ef hann hefur endað einhvers staðar utandyra. Ef einhverjir vita um afdrif hans mega þeir láta áhaldahúsið vita, eða bara pósta því hér á fésbókina,“ segir á síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×