Sport

Þau gátu ekki hætt að hlæja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þáttastjórnendur Good Day Philly á Fox-sjónvarpsstöðinni fengu hláturskast eftir að hafa tekið skrautlegt við tal við sundkappann Ryan Lochte.

Lochte hefur verið einn fremsti sundkappi heims um árabil og unnið fimm gullverðlaun á þrennum Ólympíuleikum. Hann á þó alls ellefu verðlaun frá leikunum auk fjölda heimsmeistaratitla.

Hann var nýlega í viðtali í áðurnefndum þætti vegna nýs raunveruleiksþáttar sem fylgist með daglegu lífi Lochte.

Eftirmála þess má sjá í meðfylgjandi myndbandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×